Öldungaráð - Fundur nr. 14

Öldungaráð

Ár 2016, mánudaginn 29. ágúst var haldinn 14. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon, Berglind Magnúsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur dags.18.04.2016 varðandi verkefni í þjálfun eldri borgara í Vesturbæ og Miðbæ Reykjavíkur. Öldungaráð lýsir yfir ánægju sinni með framtak fyritækisins og leggur til að það verði kynnt fyrir viðkomandi hverfisráðum borgarinnar og velferðarráði.

2. Lagt fram yfirlit yfir störf öldungaráðs tímabilið mars 2015 til ágúst 2016. Samþykkt að senda það til borgarráðs til kynningar.

3. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 08.07.2016 þar sem óskað er eftir umsögn öldungarráðs um tillögu að stefnu í frístundaþjónustu 2016-2025. R14120116

4. Áherslur og forgangsröðun fyrir árin 2017-2021 í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun.  Lagt fram bréf frá velferðarsviði dags. 30.06.2016 ásamt skýrslu. R16010183

5. Fram fer umræða um opinn fund borgarstjórnar og öldungaráðs sem haldinn verður  27. september 2016. Lögð fram drög að dagskrá fundarins og þau samþykkt.

6. Samþykkt að fara í vettvangsheimsókn á Sóltún 7. september kl.09:30. Næsti fundur ráðsins verður 20. september kl. 09:30. Sagt var frá samvinnu Samtaka Iðnaðarins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um tæknilausnir í öldrunarmálum og fundi sem ráðinu hefur verið boðið að taka þátt í. Ráðið fær að fylgjast með framvindu málsins. Þórunn Sveinbjörnsdóttir sagði frá athyglisverðum ljósmyndasýningum í Búðardal og á Akureyri þar sem gamalt fólk er gert sýnilegt í almannarýminu. Þórunni og Berglindi falið að skoða hvort og hvernig hægt væri að taka þátt í þessu verkefni hér í Reykjavík

Fundi slitið kl. 11.30

Guðrún Ágústsdóttir

Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson Kjartan Magnússon