Öldungaráð
Ár 2016, miðvikudaginn 26. maí var haldinn 13. fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar Fundurinn var haldinn á heimili formanns í Mávahlíð 30 og hófst kl. 14.40. Fundinn sátu Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon og Guðrún Ágústsdóttir sem ritaði fundargerð. Forföll boðuðu Berglind Magnúsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir umsögn vegna tillögu Sjálfstæðismanna um matarþjónustu aldraðra sem vísað var til ráðsins. Tillaga að umsögn samþykkt.
2. Rætt um heimsókn ráðsins á Öldrunardeild Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti 19. maí s.l., þar sem öldrunarlæknarnir Pálmi V. Jónsson og Jón Snædal og hjúkunarfræðingurinn Guðlaug Guðmundsdóttir tóku á móti okkur. Heimsóknin var í alla staði hin ánægjulegasta og upplýsandi.
3. Opinn borgarstjórnarfundur 27. september 2016
Ráðið var sammála um að leggja til eftirfarandi fundarefni:
a) Húsnæðismál aldraðra (í framhaldi af fundinum á Landakoti).
b) Kjör aldraðra (m.a. í framhaldi af opna fundinum 19. apríl um
fátækt aldraðra).
4. Aldursvænar borgir. Þórunn, Kjartan og Guðrún sögðu frá gangi mála og nýjum hugmyndum sem ástæða er að gleðjast yfir.
5. Ársskýrsla öldungaráðs. Skýrslan er í vinnslu og verður send út til umsagnar í handriti.
6. Vettvangsheimsóknir ráðsins.
Ákveðið var að fara í heimsókn í Sóltún á haustdögum skv. tillögu Þórunnar.
Fundi slitið kl. 15.35
Guðrún Ágústsdóttir
Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson Kjartan Magnússon