Öldungaráð - Fundur nr. 12

Öldungaráð

Ár 2016, miðvikudaginn 13. apríl var haldinn opinn fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.00. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson og Hrafn Magnússon. Einnig sátu fundinn Berglind Magnúsdóttir, Stefán Eiríksson, sem sá um fundarstjórn, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kolbeinn H. Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands flytur erindið; Fátækt eldri borgara.

2. Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar flytur erindið; Þjónusta við tekjulitla eldri borgara í Reykjavík 

3. Hvaða leiðir eru færar til að koma í veg fyrir fátækt á meðal aldraðra? 

Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn flytja stutt erindi. Frá Bjartri Framtíð Ilmur Kristjánsdóttir, frá Framsókn og flugvallarvinum Jóna Björg Sætran, frá Samfylkingu Heiða Björg Hilmisdóttir, frá Sjálfstæðisflokki Halldór Halldórsson, frá Pírötum Kristín Elfa Guðnadóttir og frá Vinstri grænum Elín Oddný Sigurðardóttir.

4. Fram fara umræður fulltrúa stjórnmálaflokka, fulltrúa öldungaráðs og fundagesta. 

Til máls taka Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, Hrafn Magnússon, Ásdís Skúladóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Hermann Ólafsson, Kjartan Magnússon, Hermann Gunnarsson, Eygló Bjarnadóttir, Helga Hjörvar, Helga Margrét Guðmundsdóttir, Sturla Jónsson og Heimir Örn Hólmarsson og Stefán Eiríksson.

5. Guðrún Ágústsdóttir flytur stutt erindi og slítur fundi.

Fundi slitið kl. 18:18

Guðrún Ágústsdóttir

Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson Kjartan Magnússon