No translated content text
Öldungaráð
Ár 2016, 11. apríl var haldinn 11. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.09. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon og Berglind Magnúsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fór umræða um samþykkt fyrir öldungaráð Reykjavíkurborgar.
2. Fram fór umræða um þau verkefni sem ráðið hefur sinnt frá mars 2015- mars 2016. Unnin verður skýrsla og hún send til borgarráðs.
3. Kynning á nýjum tölum frá TR um ellilífeyrisþega af erlendu bergi brotnu og tekjuskerðingu. Þórunn Sveinbjörnsdóttir kynnti.
4. Fram fór umræða um opinn fund öldungarráðs sem haldinn verður í Tjarnarsal 13. apríl.
Fundi slitið kl. 11:30
Guðrún Ágústsdóttir
Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson Kjartan Magnússon