Öldungaráð - Fundur nr. 10

Öldungaráð

Ár 2016, 12. febrúar var haldinn 10. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sveinn Grétar Jónsson, Hrafn Magnússon og Berglind Magnúsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. 

Þórhildur Egilsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram svar frá velferðarsviði um ósk um setu fulltrúa öldungaráðs í stýrihópi um aldursvænar borgir. Formaður öldungaráðs mun taka sæti í stýrihópnum. R12080081

3. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar varðandi fund öldungarráðs og borgarstjórnar haustið 2016. R16010250

4. Lagt fram bréf frá borgarráði dags. 09.02.2016. Ósk um umsögn öldungaráðs varðandi þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra. R16020050

5. Fram fer umræða um opinn fund öldungaráðs sem haldinn verður í apríl 2016.

6. Fram fer umræða um fundi öldungaráðs árið 2016.

7. Formaður segir frá fundi velferðarráðs og öldungaráðs sem haldinn var í Borgum 04.02.2016.

8. Lögð fram skýrsla starfshóps um heilsueflingu aldraðra dags. 29.01.2016. Sveinn Grétar Jónsson kynnti. R15090111

Fundi slitið kl. 12:01

Guðrún Ágústsdóttir

Hrafn Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Sveinn Grétar Jónsson Kjartan Magnússon