Öldungaráð
Ár 2015, 11. mars var haldinn 1. fundur öldungaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.09.10. Fundinn sátu Guðrún Ágústsdóttir, Kjartan Magnússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Grétar Jónsson. Hrafn Magnússon boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram samþykkt fyrir öldungaráð dags. 16.12.2014. Ákveðið var að senda bréf til allra fagráða skv. 5. lið samþykktarinnar og óska eftir tengiliðum fyrir fagsviðin. (R12080081).
2. Kosning varaformanns öldungaráðs. Frestað til næsta fundar.
3. Rætt var um fundartíma öldungaráðs. Næstu fundir ráðsins verða: 27. mars, 8. apríl, 22. apríl og 6. maí.
4. Rætt var um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Ákveðið var að heiðra konur sem verða 100 ára á árinu í samstarfi við forsætisnefnd. Mannréttindaskrifstofu falið að fá upplýsingar frá Hagstofu Íslands fyrir næsta fund. Einnig voru fulltrúar sammála um að leggja áherslu á aðstæður eldri kvenna á þessu fyrsta starfsári ráðsins.
5. Samþykkt var að fá kynningu á eftirfarandi á næstu fundum ráðsins:
• Aldursvænar borgir.
• Kynning á ákvæðum varðandi eldra fólk út frá mannréttindasáttmálum.
• Ofbeldi gagnvart öldruðum.
• Aðgerðaráætlun skv. stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017.
• Aðstæðum eldri innflytjenda í Reykjavík.
• Vefsíðu Reykjavíkurborgar út frá aðgengi.
Fundi slitið kl. 10:37
Guðrún Ágústsdóttir
Kjartan Magnússon Þórunn Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Grétar Jónsson