Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 6

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2016, þriðjudaginn 5. júlí, var haldinn 6. fundur ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.00. Viðstödd voru Alda Hrönn Jóhannsdóttir og I. Jenný Ingudóttir. Einnig sátu fundinn Ingibjörg Broddadóttir, Lovísa Lilliendahl, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Rannveig Sigurvinsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.  Fram fer kynning á mati verkefnisins Saman gegn ofbeldi. Rannveig Sigurvinsdóttir kynnti.

- Sóley Tómasdóttir mætir til fundarins kl. 15.12.

- Heiða Björg Hilmisdóttir mætir til fundarins 15.31.
2. Fram fer kynning og umræða um Bjarkarhlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

3. Fram fer skoðunarferð í Bjarkarhlíð. 

Fundi slitið kl. 17.10

Heiða Björg Hilmisdóttir

Alda Hrönn Jóhannsdóttir Sóley Tómasdóttir

I. Jenný Ingudóttir