Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 51

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2022, mánudaginn 21. mars, var haldinn 51. fundur ofbeldisvarnarnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 14.06. Fundinn sátu: Heiða Björg Hilmisdóttir, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Ísól Björk Karlsdóttir og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir og Regína Ásvaldsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfshópi Ríkislögreglustjóra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. MSS22030180

    Eygló Harðardóttir, Guðfinnur Sigurvinsson og Hildur Sunna Pálmadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  2. Fram fer kynning á nýjungum og framvindu í samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Tómas Ingi Adolfsson kynnir. MSS22020073

    -    Kl. 14.50 tekur Jenný Ingudóttir sæti á fundinum.

    Ofbeldisvarnarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ofbeldisvarnarnefnd fagnar því að verkefnið Öruggir skemmtistaðir sé að fara af stað á ný og að ný samstarfsyfirlýsing sé í vinnslu.

  3. Lagt er fram erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. febrúar 2022, um afgreiðslu borgarstjórnar á aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi. MSS22010193

    Fylgigögn

  4. Lagt er fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. febrúar 2022, með umsagnarbeiðni um drög að endurskoðaðri þjónustustefnu Reykjavíkurborgar og aðgerðaáætlun. MSS22020083 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:42

Heiða Björg Hilmisdóttir