Ofbeldisvarnarnefnd - Fundur nr. 50

Ofbeldisvarnarnefnd

Ár 2022, mánudaginn 17. janúar, var haldinn 50. fundur Ofbeldisvarnarnefnd. Fundurinn var haldinn í í fjarfundi og hófst klukkan 14:53. Viðstödd voru Heiða Björg Hilmisdóttir, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Diljá Ámundadóttir, I. Jenný Ingudóttir, Ísol Björk Karlsdóttir , Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á útfærslu Skóla- og frístundasviðs á forvörnum meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sbr. þingsályktunartillögu um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. MSS22010195 

    Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.  

  2. Fram fer kynning á úttekt á þremur hverfisíþróttafélögum í Reykjavík. MSS22010196 

    Sigríður Finnbogadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi til afgreiðslu dagsett 13. janúar 2022. MSS22010193

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 16:10

Heiða Björg Hilmisdóttir