Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar - Fundur nr. 80

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar

Ár 2020, miðvikudaginn 18. nóvember, var haldinn 80. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 9:02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þorsteinn Gunnarsson, Regína Ásvaldsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Bjarni Brynjólfsson, Óskar Sandholt, Ebba Schram, Ómar Einarsson, Halldóra Káradóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Dagný Ingadóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Einnig sat fundinn Jón Viðar Matthíasson. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Kynntar voru bráðabirgðasmittölur 17. nóvember 2020, hversu margir greindust jákvæðir af COVID-19 síðasta sólarhring, hlutfall landamærasmita, hlutfall innan sóttkvíar og hlutfall höfuðborgarsvæðisins.

  2. Farið var efni nýrra reglugerða um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. nóvember, þ.e. ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og breytt reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar.

  3. Kynnt var staða málaflokka á fagsviðum: 

    a.    Regína Ásvaldsdóttir upplýsir um stöðu mála á velferðarsviði. Ekki þarf að gera breytingar á starfsemi vegna nýrra reglna. 
    b.    Huld Ingimarsdóttir upplýsir um stöðu mála á menningar- og ferðamálasviði, menningarhús Reykjavíkur munu opna en það er enn verið að skoða hvort samkomutakmarkanir komi í veg fyrir að bókasöfnin geti opnað. Það verður unnið áfram í dag. 
    c.    Jón Viðar Matthíasson fer yfir ákvæði nýrra reglugerða vegna grunn- og leikskóla. 
    d.    Dagný Ingadóttir og Óskar Sandholt upplýsa um óbreytt ástand í stjórnsýsluhúsum (Ráðhús og Höfðatorg) á meðan 10 manna samkomutakmarkanir eru enn í gildi. Ekki er talið mögulegt að opna fyrir gesti og gangandi á meðan þarf að telja inn í húsin.  

  4. Fram fer umræða um undirbúning viðburðahalds á aðventunni og um áramótin. Það verður reynt að halda hefðbundnu verklagi við undirbúning.

Fundi slitið 9:20

PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórn Reykjavíkur 18.11.2020 - prentvæn útgáfa