Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar
Ár 2023, mánudaginn 13. nóvember, var haldinn 123. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Dagný Ingadóttir, Diljá Ragnarsdóttir, Ebba Schram, Einar Þorsteinsson, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Eftirtaldir tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Halldóra Káradóttir, Helgi Grímsson, Jón Viðar Matthíasson, Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Rannveig Einarsdóttir, Svava Steinarsdóttir, Tómas G. Gíslason og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Staða mála í ljósi neyðarstigs Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga var kynnt. Farið var yfir viðburði helgarinnar m.a. rýmingu Grindavíkurbæjar og ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að virkja neyðarstjórnir sínar til að vera reiðubúin að taka að sér verkefni, s.s. á sviði velferðar, skóla og frístunda, íþrótta og tómstunda og umhverfismála.
-
Staða mála var kynnt vegna yfirstandandi vinnu við að börn á leikskóla- og grunnskólaaldri frá Grindavík geti hafi skólagöngu að nýju eins fljótt og hægt er.
-
Staða mála var kynnt varðandi undirbúning Reykjavíkurborgar vegna mengunar-, gas- og öskuspáa.
-
Borgarstjóri upplýsti að bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hafi verið boðin tímabundin afnot af rými á 2. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur til afnota ásamt fundarherbergjum. Áætlað er að ákvörðun liggi fyrir í lok dags.
Fundi slitið 09:43
PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar 13.11.2023 - prentvæn útgáfa