Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar
Ár 2022, miðvikudaginn 12. janúar, var haldinn 117. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 16:00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Halldóra Káradóttir, Ómar Einarsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Helgi Grímsson, Óli Jón Hertervig, Óskar Jörgen Sandholt, Pétur Ólafsson, Ebba Schram og Þorsteinn Gunnarsson. Einnig sat fundinn Jón Viðar Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
Fundarritari var Dagný Ingadóttir.
Þetta gerðist:
-
Kynntar voru smittölur síðustu daga hvað varðar fjölda smita, nýgengi sem og einangrun og sóttkví fyrir höfuðborgarsvæðið.
-
Rætt um að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19. Horfa þarf til viðbragðsáætlunar neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar dags. 13. febrúar 2020.
-
Rætt um nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem mun taka gildi frá og með 13. janúar 2022 og gildir til og með 2. febrúar 2022.
-
Kynnt var staða á fagsviðum Reykjavíkurborgar:
a. Helgi Grímsson fór yfir stöðu mála á skóla- og frístundasviði.
b. Regína Ásvaldsdóttir fór yfir stöðu mála á velferðarsviði.
c. Ólöf Örvarsdóttir fór yfir stöðu mála á umhverfis- skipulagssviði.
d. Ómar Einarsson fór yfir stöðu mála á íþrótta- og tómstundasviði.
e. Huld Ingimarsdóttir fór yfir stöðu mála á menningar- og ferðamálasviði.
f. Lóa Birna Birgisdóttir fór yfir stöðu mála vegna stuðnings við mannauðinn og áréttingu til starfsmanna vegna gildandi takmarkanna, breytinga á reglum um sóttkví og stöðu faraldurs.
g. Halldóra Káradóttir fór yfir stöðu mála á fjármála- og áhættustýringarsviði.
Fundi slitið 16:31
PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar 12.01.2022 - prentvæn útgáfa