Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar - Fundur nr. 106

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar

Ár 2021, miðvikudaginn 4. ágúst, var haldinn 106. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 9:00. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, Theódór Kjartansson, Dagný Ingadóttir, Huld Ingimarsdóttir, Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, Halldóra Káradóttir, Ómar Einarsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Hanna Halldóra Leifsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Einnig sátu fundinn Jón Viðar Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Kynntar voru smittölur síðustu viku, hversu margir greindust jákvæðir af COVID-19, hlutfall landamærasmita og hlutfall innan sóttkvíar. Rætt um smit sem upp hafa komið  síðustu daga sem tengjast starfsemi Reykjavíkur. 

  2. Fram fer umræða um undirbúning skólastarfs og bólusetningar starfsfólks í skóla- og frístundastarfi. 

  3. Samþykkt að auka þrif að nýju í stjórnsýsluhúsum og á starfsstöðvum Reykjavíkurborgar þannig að aukið verði í þrif samkvæmt síðasta gildandi fyrirkomulagi.

  4. Samþykkt að fela skóla- og frístundasviði að framkvæma óbreyttan opnunartíma leikskóla til 16:30 sbr. fyrri ákvörðun neyðarstjórnar þann 25. janúar sl. 
    Gert er ráð fyrir að ákvörðun um óbreyttan opnunartíma gildi til 31. október nk. 

  5. Kynnt var staða á fagsviðum og mögulegar breytingar á starfsemi Reykjavíkurborgar: 

    a.    Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir fór yfir stöðu mála á skóla- og frístundasviði. 
    b.    Ómar Einarsson fór yfir stöðu mála á íþrótta- og tómstundasviði.
    c.    Ólöf Örvarsdóttir fór yfir stöðu mála á umhverfis- og skipulagssviði.
    d.    Huld Ingimarsdóttir fór yfir stöðu mála á menningar- og ferðamálasviði og kynnir niðurstöður athugunar sviðsins vegna Menningarnætur 2021 og útbreiðslu COVID-19 smita í samfélaginu.
    Samþykkt að aflýsa öllum viðburðum vegna Menningarnætur í Reykjavík sem halda átti 21. ágúst.

Fundi slitið 9:50.

PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórno Reykjavíkur 04.08.2021 - prentvæn útgáfa