Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar
Ár 2021, miðvikudaginn 24. mars, var haldinn 101. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 16:00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Arna Schram, Árný Sigurðardóttir, Ebba Schram, Bjarni Brynjólfsson, Dagný Ingadóttir, Helgi Grímsson, Halldóra Káradóttir, Ómar Einarsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Óli Jón Hertervig, Óskar Sandholt, Ólöf Örvarsdóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Pétur Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson. Einnig sátu fundinn Jón Viðar Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Farið er yfir breyttar sóttvarnaráðstafanir vegna COVID-19 og nýjar reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita sem kynntar voru á fundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Almennar fjöldatakmarkanir eru nú 10 manns og grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við.
-
Kynnt var staða á fagsviðum og breytingar á starfsemi Reykjavíkurborgar í framhaldinu:
a. Helgi Grímsson fer yfir stöðu mála á skóla- og frístundasviði og áhrif nýrra takmarkana á starfsemi leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.
b. Regína Ásvaldsdóttir fer yfir stöðu mála á velferðarsviði, og stöðu á umsóknum um undanþágur á mikilvægum starfsstöðvum sviðsins.
c. Óskar Sandholt fer yfir breyttar takmarkanir í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar að Höfðatorgi og Ráðhúsi.
d. Arna Schram fer yfir þær breytingar sem þarf að gera á opnunartíma menningarstofnana Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið 16:30
PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórn Reykjavíkur 24.03.2021 - prentvæn útgáfa