No translated content text
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar
Ár 2021, mánudaginn 22. mars, var haldinn 100. fundur neyðarstjórnar Reykjavíkur. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 9:37. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Anna Kristinsdóttir, Arna Schram, Árný Sigurðardóttir, Ebba Schram, Bjarni Brynjólfsson, Dagný Ingadóttir, Helgi Grímsson, Halldóra Káradóttir, Ómar Einarsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Óli Jón Hertervig, Óskar Sandholt, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Einnig sátu fundinn Jón Viðar Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðu mála vegna eldgoss á Reykjanesskaga og áhrif þess á höfuðborgarsvæðið, m.a. vegna gasmengunar.
-
Kynntar voru bráðabirgðasmittölur síðustu viku, hversu margir greindust jákvæðir af COVID-19 síðasta sólarhring, hlutfall landamærasmita, hlutfall innan sóttkvíar og hlutfall höfuðborgarsvæðisins. Rætt um smit sem upp komu um helgina sem tengjast grunnskólum Reykjavíkur.
-
Kynnt var staða málaflokka á fagsviðum:
a. Regína Ásvaldsdóttir fer yfir stöðu mála á velferðarsviði, m.a. hraða á bólusetningum á starfsstöðvum velferðarsviðs.
b. Helgi Grímsson fer yfir stöðu mála á skóla- og frístundasviði.
Fundi slitið 9:51
PDF útgáfa fundargerðar
Neyðarstjórn Reykjavíkur 22.03.2021 - prentvæn útgáfa