Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2023, föstudaginn 13. október var haldinn 99. fundur menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:35. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Erling Jóhannesson áheyrnarfulltrúi BÍL. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eiríkur Björn Björgvinsson, Steinþór Einarsson, María Rut Reynisdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Leikfélagi Reykjavíkur.
Brynhildur Guðjónsdóttir og Kristín Ögmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á skapandi starfsemi í húsnæði Reykjavíkurborgar.
Óli Jón Hertervig og Daniela Katarzyna Zbikowska frá Eignaskrifstofu taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram matsblað fyrir styrkumsóknir í borgarsjóð á sviði menningarmála.
Fylgigögn
-
Lagður fram undirskriftalisti Sund- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur dags. 28. september 2023 varðandi opnunartíma á Ylströndinni í Nauthólsvík.
Fylgigögn
-
Lögð fram fjárhagsáætlun menningar- og íþróttaráðs fyrir árið 2024. Trúnaðarmál.
Fjárhagsáætluninni er vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar leggja fram bókun sem lögð er fram i trúnaðarbók.
-
Sviðsstjóri fór yfir framgang vinnu við sameiningu á nýju sviði.
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 21. september 2023 um skíðalyftuna í Breiðholti.
-
Lagt fram svar deildarstjóra safneignar og rannsókna Listasafns Reykjavíkur við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði um ástand listaverka í almannarými í eigu borgarinnar.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað Reykjavíkurborgar vegna borgarhátíða og aðrar hátíðir í borginni síðustu þrjú ár, 2021-2023.
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að við sameiningu málaflokka íþróttamála, menningarmála og tómstundamála, verði heiti hins nýja sviðs ,,íþrótta- og menningarsvið“. Heiti ráðsins verði ,,íþrótta- og menningarráð“. Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar.
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:55
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Pawel Bartoszek Sabine Leskopf
Stefán Pálsson Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 13. október 2023