Menningar- og íþróttaráð
Ár 2025, föstudaginn 13. júní var haldinn 9. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi og hófst hann kl. 09:05. Eftirtalin voru viðstödd fundinn: Skúli Þór Helgason formaður, Sara Björg Sigurðardóttir, Kristinn Jón Ólafsson, Stefán Pálsson, Kjartan Magnússon, Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Friðjón R. Friðjónsson. Jafnframt Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason og Auður Ásgrímsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 22. maí 2025 ásamt drögum að samningi við Tjarnarbíó sem frestað var á fundi 23. maí 2025. MIR25050023
Samþykkt.
Fram fer kynning á starfs- og rekstraráætlun Tjarnarbíós.
Snæbjörn Brynjarsson tekur sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka fyrir greinagóða og upplýsandi kynningu frá Tjarnarbíó. Mikil fjölbreytni, gróska og hugrekki einkennir viðburði síðasta árs. Ánægjulegt er að sjá hækkandi aðsókn á árinu eftir erfið ár í veirufarald og viðurkenningu á góðum sýningum endurspeglast í góðu gengi á Grímunni.Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra menningarborgar dags. 22. maí 2025 ásamt drögum að samningi við Bíó Paradís sem frestað var á fundi 13. júní 2025. MIR25050024
Frestað.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á breytingum á samþykktum Borgarbókasafns. MIR25060001
Pálína Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum.
Samþykkt.
- kl. 09:55 tekur Helga Friðriksdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samþykkt menningar- og íþróttasviðs á nýrri stefnu Borgarbókasafns.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Stefna Borgarbókasafnsins fyrir tímabilið 2025-2028 er jákvæð og metnaðarfull. Bókasöfn er mikilvægar menningar- og lýðræðisstofnanir í nútímasamfélagi og öflugt Borgarbókasafn er ómissandi í bókmenntaborginni Reykjavík. Fulltrúar samstarfsflokkanna fagna því sérstaklega að sumarlokanir á bókasöfnum verði mun minni í ár og byggist sú niðurstaða á reynslu af tilraunum með slíkt síðasta sumar. Fjögur söfn af átta verða opin í allt sumar og með hjálp tækninnar verður opnunartími tveggja hinna lengdur með mannlausri opnun, sem vonandi mun gera söfnunum kleift að þjónusta Reykvíkinga enn lengur í framtíðinni.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga að opnunartíma Borgarbókasafna.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stafrænni innleiðingu Borgarkorts.
Lára Aðalsteinsdóttir og Salvör Gyða Lúðvíksdóttir taka sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt að sjá að stafræna borgarkortið er verða að veruleika og samkeppnisútboðið er að skila okkur hagkvæmri gæðalausn. Við næstu skref þarf að tengja innleiðinguna við gjaldskrárvinnu menningar- og íþróttasviðs til þess að einfalda kynninguna út á við í framhaldinu. Þá leggjum við áherslu á mikilvægi þess að taka samtalið sem fyrst um afgreiðslu- og bókhaldskerfi menningar- og íþróttasviðs um frekari þróun á þeirra afgreiðslukerfi til þess að mæta okkar þörfum fyrir nýja greiðslulausn.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni körfuboltafélagsins Aþenu. MSS2506001
-
Fram fer kynning á fjögurra mánaða uppgjöri menningar- og íþróttasviðs. MIR25060004
Andrés Bögebjerg Andreasen tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti
undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um styrk til Knattspyrnufélagsins Víkings sbr. 7. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs frá 9. maí 2025.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar sviðsstjóra, sem taki upp við borgarstjóra að komið verði á fót starfshópi um eignarhald mannvirkja Víkings um viðhald þeirra og tengd mál.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæði Víkings við Stjörnugróf er eign Knattspyrnufélagsins Víkings. Viðhaldsstyrkir sem menningar- og íþróttasvið hefur úthlutað á hverju ári til félaga sem reka eigið húsnæði eru einungis 30 mkr. á ári alls til allra félaga í eigin húsnæði. Á síðasta ári fékk Víkingur 10 mkr. af þeim styrk til að lagfæra klæðningu á útveggjum en viðgerðin reyndist of kostnaðarsöm og því var ráðist í endurbætur á tveimur búningsklefum í staðinn. Í ár hefur Víkingi verið úthlutað 4 mkr. úr þessum potti. Ljóst er að viðhaldskostnaður við mannvirki Víkings við Stjörnugróf og áætlaðar nýframkvæmdir eru það kostnaðarsamar að ekki er hægt að bera þær af rekstri menningar- og íþróttasviðs. Samtöl eru í gangi milli menningar- og íþróttasviðs og Víkings um viðhalds- og nýframkvæmdir ásamt eignarhaldi mannvirkja og er hér lagt til að tillögu Sjálfstæðismanna verði vísað til sviðsstjóra með það að markmið að settur verði á fót starfshópur á vegum borgarstjóra sem taki til meðferðar og skili tillögum um viðhaldsmál, uppbyggingarverkefni og eignarhald mannvirkja Víkings. Um yrði að ræða sambærilegan hóp og nú er starfandi varðandi mannvirki Vals og KR.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast á að tillögunni verði vísað til sviðsstjóra í von um skjóta úrlausn enda er afar brýnt að sem fyrst verði ráðist í viðhald mannvirkja Víkings. Við minnum þó á að óskum um slíkt viðhald hefur áður verið vísað í starfshópa án þess að það hafi skilað árangri. Árið 2019 skilaði slíkur starfshópur vandaðri skýrslu um viðhaldsmál og önnur aðkallandi mál Víkings. Þar voru lagðar til ýmsar brýnar aðgerðir, sem enn hafa ekki komist til framkvæmda, þótt sex ár séu nú liðin frá útgáfu skýrslunni.
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Leikni vegna íþróttafulltrúa, sbr. 11. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs frá 11. apríl 2025. MIR25040006
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Lagt er til að tillögunni verði vísað til sviðsstjóra til meðferðar og úrvinnslu.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstra grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillagan gerir ráð fyrir því að borgin styðji við stöðugildi íþróttafulltrúa á vegum Leiknis í Breiðholti. Leiknir er ekki hverfisíþróttafélag samkvæmt skilgreiningu Íþróttabandalags Reykjavíkur en félagið gegnir afar mikilvægu hlutverki sem stærsta íþróttafélagið í Efra-Breiðholti. Í undirbúningi er að setja á fót nýjan samráðsvettvang um sóknaraðgerðir í þágu íþrótta- og tómstundastarfs í Breiðholti með aðkomu helstu haghafa í hverfinu, s.s. íþróttafélaga, Suðurmiðstöðvar, skólasamfélagsins, foreldrafélaga auk menningar- og íþróttaráðs og -sviðs, Íþróttabandalag Reykjavíkur og mögulega með aðkomu ríkisins. Lagt er til að tillögunni verði vísað til meðferðar sviðsstjóra sem taki málið upp á umræddum vettvangi í samhengi við aðgerðir sem þar verði mótaðar og hrint í framkvæmd í kjölfarið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast á að tillögu um stuðning við Leikni vegna íþróttafulltrúa verði vísað til meðferðar sviðsstjóra í von um að málið verði leyst með jákvæðum hætti. Við minnum þó á að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður lagt fram tillögu um þetta atriði, sem einnig var vísað til skoðunar í kerfinu, án þess að það skilaði miklum árangri.
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs, dags. 13. júní 2025 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um álagningar afnotagjalds fyrir viðburði menningar- og íþróttasviðs, sbr. 9. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs frá 23. maí 2025. MIR25050035
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fræðsluskilti um Hólavallarskóla.
Lagt er til að fræðsluskilti (menningarmerkingu) verði komið fyrir á eða nálægt því svæði, þar sem Hólavallarskóli stóð. Skólinn var fyrsta menntastofnun í Reykjavík og eini skóli landsins á tímabili. Upphaf leiklistar í Reykjavík má rekja til skólans og þar var einnig aðsetur Alþingis og Landsyfirréttar um skeið.
Frestað.
Fundi slitið kl.12:00
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Stefán Pálsson Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Friðjón R. Friðjónsson Sara Björg Sigurðardóttir
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Menningar- og íþróttaráð 13.6.2025