Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 5

Menningar- og íþróttaráð

Ár 2025, föstudaginn 28. mars var haldinn 5. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru:  Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R Friðjónsson, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson, Sara Björg Sigurðardóttir og Stefán Pálsson. Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR. Jafnframt:  Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Hönnunarmars 2025. MIR25030010.

    Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hönnunarmars sameinar allt það besta í hönnun og arkitektúr í samfélaginu, og verður nú haldin í 17. sinn 2.-6. apríl. Dagskráin endurspeglar fjölbreytni fagsins og sýnir hvernig hönnun tekur á öllum þáttum hins manngerða umhverfis með sýningum og fjölbreyttum viðburðum. Áhugavert væri að taka áfram þéttara samtarf á milli Hönnunarmiðstöðvar og Reykjavíkurborgar um m.a. borgarhönnun og þjónustuhönnun sem eru lykilþættir í starfsemi borgarinnar. Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynningu og hlakka til að verða fyrir innblæstri á komandi hátíð.

  2. Fram fer kynning á Barnamenningarhátíð 8. - 13. apríl 2025.  MIR25030012

    Harpa Þorvaldsdóttir og Aino Freyja taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynningu á Barnamenningarhátíð sem fyrir löngu hefur skapað sér nafn sem ómissandi hátíð í menningarlífi borgarinnar. Í ár er sérstaklega gaman að sjá hugmyndirnar um fjölbreytta nýtingu Fjölskyldu og húsdýragarðsins og metnaðarfullt samstarfsverkefni leikskóla og tónlistarskóla í borginni.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarborgar dags. 25. mars 2025 varðandi umgjörð borgarlistamanns.  MIR25030011.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á Sporinu – gönguskíðaspori. MIR25030013

    Magne Kvam tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samstarfsflokkarnir þakka fyrir góða kynninu frá Sporinu. Samstarf útivistarborgarinnar og Sporsins sýndu í vetur þau tækifæri sem liggja í loftinu við draga borgarbúa upp úr sófanum og út að vetrarleika. Að tengja saman gönguskíðaspor frá Rauðavatni yfir skóg Hólmsheiðar að Langavatni opnar nýjan aðgang að náttúruparadís í bakgarði borgarinnar. Tækifæri eru mikil við að halda áfram að þróa svæðið á markvissan hátt þannig að hægt sé að þjónustu mörg form útvistar eins og göngufólk, utanvegahlaup, fjallahjól og gönguskíði allt árið um kring. Austurheiðar eru hin nýja Heiðmörk Reykvíkinga, eru fjarri vatnsverndarsvæði og mannbætandi umhverfi sem þarf að vinna með áfram í þágu bættrar lýðheilsu fyrir sem fjölbreytta notendur á öllum aldri.

    Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 18. mars 2025 þar sem óskað er eftir ábendingum á efni dagskrá borgaraþings 2025.  MSS25010177.

    Frestað.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindisbréf dags. 26. mars 2025 um stýrihóp um uppfærslu forgangsröðunar á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík.  MIR25010007

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á þessu ári eru liðin fimm ár frá því kynntar voru niðurstöður tímamótavinnu um forgangsröðun verkefna sem lutu að uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Tímabært er að uppfæra þessa forgangsröðun og meta hvort tilefni sé til endurskoðunar hennar. Nýjum stýrihópi fjögurra kjörinna fulltrúa úr menningar og íþróttaráði og þriggja fulltrúa ÍBR verður falið að yfirfara og uppfæra forgangsröðunina og koma með tillögur að nýjum verkefnum. Stefnt er að því að stýrihópurinn kynni niðurstöður sínar fyrir lok ágúst 2025.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í borgarráði 23. maí 2024 um Sundhöll Reykjavíkur. Tillögunni var vísað til meðferðar menningar- og íþróttaráðs. MSS24050112.

    Lagt er til að að tillögunni verði vísað frá.

    Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðiflokks og Framsóknar.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hönnun vegna endurgerðar við innilaug í Sundhöll Reykjavíkur hefur staðið yfir í allnokkurn tíma.  Í ferlinu við endurhönnun hafa m.a. bakkarnir verið skoðaðir. Staða hönnunar eins og hún liggur fyrir í dag hefur verið kynnt Minjastofnun. Endurgerð innilaugar er hins vegar ekki á áætlun fyrr en í fyrsta lagi árið 2031, samkvæmt núgildandi 5 ára fjárfestingaráætlun. Tillaga Flokks fólksins sem hér er til afgreiðslu byggir á frumtillögum sem ekki er verið að vinna með lengur. Á þeim forsendum er henni vísað frá.

  8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna frá fundi menningar- og íþróttaráðs 10. janúar 2025 um aðgerðir til úrbóta með það að markmiði að stórauka íþróttaþátttöku barna og ungmenna. MIR25010006.

    Samþykkt.

     

    Menningar- og íþróttaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Rannsóknir fagfólks hafa leitt í ljós að íþróttaþátttaka barna með fötlun er miklu minni en jafnaldra þeirra. Það er áhyggjuefni enda skipta íþróttir ungmenna máli fyrir bæði líkamlega heilsu og félagslega stöðu. Markmið vinnuhópsins er að vinna hratt og örugglega að því að greina umfang og eðli vandans og skila tillögum um raunhæfar aðgerðir til úrbóta með það að markmiði að þátttökuhlutfall þessa hóps stórbatni.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindisbréf starfshóps um tillögur og aðgerðir til úrbóta vegna íþróttaþátttöku fatlaðra barna og ungmenna. MIR25010006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna um öryggismál í Borgarbókasafni í Grófinni frá 9. febrúar 2024. 

    Fylgigögn

  11. Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að menningar- og íþróttaráð beini því til borgarráðs að ráðist verði í lagningu gervigrasvallar á svæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í tengslum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026. Séð verði til þess að völlurinn standist kröfur Knattspyrnusambands Íslands um keppnisvelli svo tryggt verði að ÍR geti leikið heimaleiki sína á eigin félagssvæði.  MIR25030015

     

    Frestað.

Fundi slitið kl. 11:10.

Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson

Sara Björg Sigurðardóttir Stefán Pálsson

Friðjón R. Friðjónsson Kjartan Magnússon

Aðalsteinn Haukur Sverrisson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 28. mars 2025