Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 3

Menningar- og íþróttaráð

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 6. febrúar 2025 þar sem fram kemur að Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir taki sæti í menningar- og íþróttaráði í stað Sabine Leskopf og Pawels Bartoszek.  Ólöf Helga Jakobsdóttir tekur sæti sem varafulltrúi í stað Birkis Ingibjartssonar. MSS22060045

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á skýrslu stýrihóps um eflingu frístundastarfs á Kjalarnesi. MIR24010004.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata,Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Sviðsstjóra verði falið að vinna áætlun um forgangsröðun og innleiðingu þeirra tillagna sem koma fram í skýrslu stýrihópsins.  Áætlunin verði kynnt menningar- og íþróttaráði fyrir 1. maí næstkomandi.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ánægjulegt er að nýting frístundastyrksins hefur vaxið mikið frá því fjárhæð hans var hækkuð um 50% í upphafi þessa kjörtímabils.  Nýtingin er að meðaltali 82% í borginni og hefur vaxið úr 65% á undanförnum tíu árum. Í þremur hverfum er þó nýtingin undir meðallagi, í Breiðholti, Miðborg og á Kjalarnesi en í því hverfi er kynjamunur áberandi mestur eða 13% stúlkum í óhag.  Það var ekki síst kveikjan að þessari vinnu sem skilar hér niðurstöðum sínum með ýmsum tillögum um hvernig megi auka fjölbreytni frístundastarfs á Kjalarnesi, með sérstaka áherslu á að auka þátttöku stúlkna.  Í viðhorfskönnun meðal barnanna í hverfinu komu fram sterkar óskir ekki síst frá stúlkum um tækifæri til að stunda dans en líka fjölbreyttara listnám, s.s. leiklist og myndlist.  Tillögurnar endurspegla þessar óskir þar sem m.a. er lagt til að auka framboð frístundatilboða á sviði dans og listnáms, bjóða upp á kórastarf, fjölbreyttara framboð íþróttastarfs og þátttöku ungmenna í starfi björgunarsveitarinnar Keilis á Kjalarnesi.  Næsta skref verður að fela sviðsstjóra að móta áætlun um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna sem komi fyrir ráðið síðar á þessu vori.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Starf stýrihóps um aukið frístundastarf á Kjalarnesi hefur gengið vel og í skýrslu hópsins eru margar góðar tillögur sem líklegt er að muni bera ávöxt. Ljóst er að brýnasta verkefnið á þessu sviði er að bæta húsnæðisaðstöðu Ungmennafélags Kjalnesinga í íþróttamiðstöðinni að Klébergi svo hún nýtist betur fyrir starfsemi félagsins og hverfið í heild. Í september 2022 lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að ráðist yrði í nauðsynlegt viðhald og endurbætur á íþróttahúsinu, m.a. þakviðgerðir og skipt um gólfefni. Þakviðgerðir hafa nú farið fram og æskilegt er að metið verði hvort þær séu fullnægjandi. Þá er lagningu viðargólfs í sal hússins nýlokið og er það ánægjulegur áfangi í endurbótum á honum. Brýnt er að tjald verði sett upp sem fyrst í íþróttasalnum svo hægt sé að skipta honum í tvennt. Þá er æskilegt að taka ákvörðun um viðbyggingu við íþróttahúsið svo unnt sé að stækka líkamsræktarsal og koma fyrir áhalda- og tækjageymslu. Þá þarf að bæta aðstöðu UMFK í Bergvík.

    • kl. 09:23 tekur Helga Friðriksdóttir sæti á fundinum.
    • kl. 09:31 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
    • kl. 09:35 víkur Sabine Leskopf af fundinum.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram eftirfarandi tillaga Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins  um stofnun samráðsvettvangs um fjármál og rekstur íþróttafélaga. MIR25020006

    Lagt er til að sviðsstjóri og formaður menningar- og íþróttaráðs eigi frumkvæði að samráði við mennta- og barnamálaráðherra og forsvarsmenn ÍBR og ÍSÍ um aðgerðir til að bregðast við áskorunum íþróttafélaga, einkum þeim sem tengjast rekstri meistaraflokka í boltagreinum.  Stefnt verði að stofnun samráðsvettvangs sem móti tillögur um reglur og viðmið varðandi fjármál og rekstur íþróttafélaga með það að markmiði að stuðla að sjálfbærum rekstri félaganna og standa vörð um barna og unglingastarf félaganna. Tryggt verði samráð við viðkomandi sérsambönd í ferlinu.

    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í framhaldi af vel heppnuðum opnum fundi menningar og íþróttaráðs 24. janúar síðastliðinn um fjármál íþróttafélaga er hér lagt til að formaður og sviðsstjóri hafi frumkvæði að því að efna til samráðs við ráðherra og forsvarsmenn ÍBR og ÍSÍ um aðgerðir til að bregðast við þeim áskorunum sem fylgja rekstri meistaraflokka í boltagreinum. Þá verði leitað eftir aðkomu viðkomandi sérsambanda. Mikilvægt er að leita erlendra fyrirmynda varðandi mótun regluverks eða viðmiða um fjármál og rekstur íþróttafélaga, þar með talið varðandi leikmannakaup o.fl.   Reynsla sviðsins af mikilli vinnu við að rétta af fjárhag stærsta íþróttafélagsins í borginni hefur undirstrikað þörfina fyrir víðtækt samráð á landsvísu um hvernig megi stuðla að sjálfbærum rekstri íþróttafélaga þar sem staðinn verði sérstakur vörður um barna- og unglingastarfið.

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 21. febrúar 2025