Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 2

Menningar- og íþróttaráð

Ár 2025, föstudaginn 24. janúar var haldinn 125. fundur, opinn fundur, menningar- og íþróttaráðs.  Fundurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhússins og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru:  Skúli Helgason formaður, Pawel Bartoszek, Friðjón R Friðjónsson varamaður fyrir Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, Kjartan Magnússon, Sabine Leskopf og Stefán Pálsson. Kristinn Jón Ólafsson boðaði forföll. Jafnframt: Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR.  Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Steinþór Einarsson, Sif Baldursdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Skúli Helgason formaður setur opinn fund menningar- og íþróttaráðs um fjármál og starfsemi íþróttahreyfingarinnar og heldur ávarp – Áskoranir og leiðir til lausna. MIR24090004.

    Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður tekur við fundarstjórn.

    Fylgigögn

  2. Ómar Einarsson fyrrverandi sviðsstjóri ÍTR heldur ávarp;  Fjármál íþróttafélaga, horft í baksýnisspegilinn og fram á veginn.  MIR24090004

    Fylgigögn

  3. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir formaður Fjölnis heldur ávarp:  Verkefni nýs formanns.  MIR24090004

    Fylgigögn

  4. Ingvar Sverrisson formaður ÍBR og Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri ÍBR flytja ávarp:  Rekstur íþróttastarfs – í hvað fara peningarnir? Hver eru efnahagsáhrifin? MIR24090004

    Fylgigögn

  5. Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR flytur ávarp: Sjálfboðaliðar í félögum.  MIR24090004

  6. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ flytur ávarp: Íþróttastarf á Íslandi – áskoranir í nútímasamfélagi.  MIR24090004

    Fylgigögn

  7. Viðbrögð við erindum frá fulltrúum í menningar- og íþróttaráði.

  8. Fram fara pallborðsumræður.

    Þátttakendur í pallborði voru:  Skúli Helgason, Pawel Bartoszek, Sabine Leskopf, Kjartan Magnússon, Friðjón R Friðjónsson og Stefán Pálsson.

Fundi slitið kl. 11:35

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 24. janúar 2025