Menningar- og íþróttaráð
Ár 2026, föstudaginn 23. janúar var haldinn 21. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Friðjón R Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon og Stefán Pálsson. Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Sara Björg Sigurðardóttur tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti. Jafnframt: Steinþór Einarsson, Helga Friðriksdóttir, Arnfríður S. Valdimarsdóttir, Elín Hrefna Ólafsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað sviðsstjóra dags. 21. janúar 2026 varðandi vanfjármögnuð verkefni í Hinu Húsinu 2026. MIR26010014
Bókanir undir þessum lið eru færðar inn í trúnaðarbók.
-
Lagt fram bréf skrifstofustjóra útilífsborgarinnar dags. 21. janúar 2026 varðandi áframhaldandi samning við Farfugla vegna reksturs tjaldstæðanna í Laugardal til tveggja ára. MIR25120006.
SamþykktFylgigögn
-
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun starfshóps vegna aðgerðaráætlunar menningar og íþróttasviðs í jafnréttis- og mannréttindamálum borgarinnar:
Lagt er til að stofnaður verði starfshópur skipaður fulltrúum frá Bandalagi íslenskra listamanna (BÍL), Borgarsögusafni Reykjavíkur, Listasafni Reykjavíkur, Borgarbókasafni Reykjavíkur, viðburðarteymi Reykjavíkurborgar og menningarborg sem hafi það hlutverk að framkvæma úttekt á rýmum og sýnileika fatlaðs listafólks, sem og jaðarsettra og viðkvæmra hópa, í dagskrá menningarstofnana og menningarviðburða Reykjavíkurborgar. Ábyrgðaraðili er skrifstofustjóri menningarborgar. Aðgerðinni skal lokið fyrir árslok 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir leggja til að framkvæmd verði úttekt á rýmum og sýnileika fatlaðs listafólks, sem og jaðarsettar og viðkvæmra hópa í dagskrá menningarstofnana og menningarviðburða borgarinnar. Þetta er í samræmi við aðgerðaáætlun mannréttindastefnu borgarinnar, styður við markmið borgarinnar um að stuðla að jafnrétti og er í samræmi við menningarstefnu borgarinnar. Starfshópur skipaður fulltrúum frá Bandalagi íslenskra listamanna, Borgarsögusafni, Listasafni Reykjavíkur, borgarbókasafni, viðburðateymi Reykjavíkurborgar og skrifstofu menningarborgarinnar tekur nú til starfa og er ætlað að skila tillögum sínum fyrir lok ársins. Fulltrúar samstarfsflokkanna leggja áherslu á að fulltrúar umræddra hópa hafi skýra aðkomu að vinnu starfshópsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu menningar- og íþróttasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um framkvæmdir við sundlaugar árið 2025, sbr. 6. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs frá 31. október 2025. MIR25100014.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svar við fyrirspurn um framkvæmdir við sundlaugar Reykjavíkur 2025. Fyrirspurnin er í átta liðum en aðeins fjórum er svarað þar sem enn er beðið eftir upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði um atriði, sem þó ætti að vera afar auðvelt að fletta upp.letta upp.
Fylgigögn
-
Fulltrúi Framsóknarflokksins í menningar- og íþróttaráði leggur fram svohljóðandi tillögu um menningarkort:
Menningar- og íþróttasviði verði falið að skoða leiðir til að auka nýtingu menningarkorts Reykjavíkur meðal íbúa borgarinnar.Í þeirri vinnu verði m.a. horft til aukinnar kynningar á kortinu og virði þess fyrir almenning. Að auki verið kannaður fýsileiki þess að bjóða upp á námsmannaafslátt eða aðrar útfærslur sem geta stuðlað að aukinni þátttöku ungs fólks í menningarlífi Reykjavíkurborgar. Niðurstöður verði lagðar fyrir ráðið fyrir lok mars 2026.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Fundi slitið kl. 10:09.
Skúli Helgason Kristinn Jón Ólafsson
Stefán Pálsson Friðjón R. Friðjónsson
Kjartan Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 23. janúar 2026