Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 20
Menningar- og íþróttaráð
Ár 2026, föstudaginn 9. janúar var haldinn 20. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon, Sara Björg Sigurðardóttur og Stefán Pálsson. Frímann Ari Ferdinardsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR og Jóna Hlíf Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi BÍL. Jafnframt: Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason, Arnfríður S. Valdimarsdóttir, Elín Hrefna Ólafsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á drögum að ofanflóðahættumati fyrir Bláfjöll. MIR26010003
Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða hjá Veðurstofunni tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Magnús Árnason frá skíðasvæðunum situr fundinn undir þessum lið. -
Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um sóknaráætlun varðandi sundlaugar borgarinnar: MSS23120022
Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem vinni sóknaráætlun um endurbætur og bætta aðstöðu í sundlaugum borgarinnar í tilefni af því að sundlaugamenningin á Íslandi hefur verið tekin inn á lista UNESCO yfir óáþreifanlegar menningarminjar. Gerð verði þjónustukönnun meðal sundlaugagesta um hvernig megi bæta aðbúnað og þjónustu í sundlaugunum. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum menningar- og íþróttasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.
Starfshópurinn leiti einnig ráðgjafar innan og utan borgarkerfis hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu, s.s. þjónustu- og nýsköpunarsviðs og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Starfshópurinn skil áfanganiðurstöðum fyrir 15. apríl 2026 og lokaniðurstöðum fyrir 1. september 2026.Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikil tækifæri felast í þeirri viðurkenningu sem kynnt var fyrir áramót að sundlaugamenningin á Íslandi hafi verið tekin inn á lista UNESCO yfir óáþreifanlegar menningarminjar. Menningar- og íþróttaráð vill bregðast strax við og hefja undirbúning að því að nýta þessi tækifæri til að styrkja grundvöll sundlauganna átta í borginni. Brýnt er að nota tækifærið til að bæta aðbúnað og þjónustu við sundlaugagesti og skipuleggja framtíðaruppbyggingu sundlauganna í borginni. Þá þarf að meta með hvaða hætti útnefningin verði nýtt til að kynna laugarnar fyrir ferðafólki á sama tíma og standa þarf vörð um hverfislaugarnar sem mikilvægs vettvangs fyrir holla hreyfingu, afslöppun og félagsauð fyrir íbúa í hverfum borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um hækkun menningarstyrkja:
Lagt er til að ráðstöfunarfé til úthlutunar styrkja á sviði menningarmála verði hækkað um 15 m.kr. á árinu 2026, líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi við auglýsingu umsókna í september á þessu ári.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Menningar- og íþróttaráð samþykkti á haustmánuðum 2024 að hækka í áföngum heildarfjárhæð menningarstyrkja borgarinnar til að efla grasrótarstarf í menningarborginni Reykjavík. Þá hafði styrkjapotturinn rýrnað jafnt og þétt í sjö ár með því að vera ekki verðbættur. Með þessari tillögu er lagt til að þriðji áfanginn komi til framkvæmda á þessu ári og hefur þá styrkjapotturinn hækkað um samtals 45 mkr. Þar með mun heildarfjárhæð styrkjanna nema um 125 mkr. á þessu ári, eða hærri fjárhæð en nokkru sinni fyrr.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um hestamennsku í Reykjavík á fundi borgarstjórnar dags. 18. nóvember 2025. Tillögunni var vísað til meðferðar menningar- og íþróttaráðs. MSS25110069.
Samþykkt að vísa tillögunni til sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs til meðferðar.- Kl. 10:00 víkur Skúli Helgason af fundi og Kristinn Jón Ólafsson tekur við fundarstjórn. Birkir Ingibjartsson tekur sæti á fundinum.
- Kl.10:01 víkja Kjartan Magnússon og Friðjón R Friðjónsson af fundi og Atli Guðjónsson tekur sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Á fundi menningar- og íþróttaráðs 28. nóvember 2025 var skipaður spretthópur um aðstöðumál tónlistar í borginni. Skrifstofustjóri menningarborgarinnar upplýsti um vinnu hópsins, sem mun skila inn tillögum fyrir 1. mars 2026. MIR25110015
- Kl. 10:20 víkur Atli Steinn Árnason af fundi.
-
Lagt fram svar skrifstofu útivistarborgarinnar dags. 12. desember 2025 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gerð gönguskíðabrautar á Hólmsheiði frá fundi menningar- og íþróttaráðs 12. desember 2025. MIR25120007
Fylgigögn
-
Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 22. desember við fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um íþróttafélagið Fylki frá fundi menningar- og íþróttaráðs 12. desember. MIR25120008.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um framkvæmdir við sundlaugar frá fundi menningar- og íþróttaráðs 31. október 2025. MIR25100014
Frestað.
Fundi slitið kl. 10:25
Kristinn Jón Ólafsson Birkir Ingibjartsson
Sara Björg Sigurðardóttir Stefán Pálsson
Aðalsteinn Haukur Sverrisson Atli Guðjónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs 09.01.2025 - Prentvæn útgáfa