Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 20

Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 20

Menningar- og íþróttaráð

Ár 2026, föstudaginn 9. janúar var haldinn 20. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:03.  Viðstödd voru:  Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon, Sara Björg Sigurðardóttur og Stefán Pálsson.  Frímann Ari Ferdinardsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR og Jóna Hlíf Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi BÍL. Jafnframt:  Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason, Arnfríður S. Valdimarsdóttir, Elín Hrefna Ólafsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á drögum að ofanflóðahættumati fyrir Bláfjöll. MIR26010003

    Magni Hreinn Jónsson fagstjóri ofanflóða hjá Veðurstofunni tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    Magnús Árnason frá skíðasvæðunum situr fundinn undir þessum lið.

  2. Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um sóknaráætlun varðandi sundlaugar borgarinnar: MSS23120022

    Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem vinni sóknaráætlun um endurbætur og bætta aðstöðu í sundlaugum borgarinnar í tilefni af því að sundlaugamenningin á Íslandi hefur verið tekin inn á lista UNESCO yfir óáþreifanlegar menningarminjar. Gerð verði þjónustukönnun meðal sundlaugagesta um hvernig megi bæta aðbúnað og þjónustu í sundlaugunum.  Starfshópurinn verði skipaður fulltrúum menningar- og íþróttasviðs  og umhverfis- og skipulagssviðs.
    Starfshópurinn leiti einnig ráðgjafar innan og utan borgarkerfis hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu, s.s.  þjónustu- og nýsköpunarsviðs og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
    Starfshópurinn skil áfanganiðurstöðum fyrir 15. apríl 2026 og lokaniðurstöðum fyrir 1. september 2026.

    Greinargerð fylgdi tillögunni.
    Samþykkt.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikil tækifæri felast í þeirri viðurkenningu sem kynnt var fyrir áramót að sundlaugamenningin á Íslandi hafi verið tekin inn á lista UNESCO yfir óáþreifanlegar menningarminjar. Menningar- og íþróttaráð vill bregðast strax við og hefja undirbúning að því að nýta þessi tækifæri til að styrkja grundvöll sundlauganna átta í borginni. Brýnt er að nota tækifærið til að bæta aðbúnað og þjónustu við sundlaugagesti og skipuleggja framtíðaruppbyggingu sundlauganna í borginni. Þá þarf að meta með hvaða hætti útnefningin verði nýtt til að kynna laugarnar fyrir ferðafólki á sama tíma og standa þarf vörð um hverfislaugarnar sem mikilvægs vettvangs fyrir holla hreyfingu, afslöppun og félagsauð fyrir íbúa í hverfum borgarinnar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um hækkun menningarstyrkja:

    Lagt er til að ráðstöfunarfé til úthlutunar styrkja á sviði menningarmála verði hækkað um 15 m.kr. á árinu 2026, líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Gert er ráð fyrir að hækkunin taki gildi við auglýsingu umsókna í september á þessu ári.

    Greinargerð fylgdi tillögunni.
    Samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Menningar- og íþróttaráð samþykkti á haustmánuðum 2024 að hækka í áföngum heildarfjárhæð menningarstyrkja borgarinnar til að efla grasrótarstarf í menningarborginni Reykjavík. Þá hafði styrkjapotturinn rýrnað jafnt og þétt í sjö ár með því að vera ekki verðbættur. Með þessari tillögu er lagt til að þriðji áfanginn komi til framkvæmda á þessu ári og hefur þá styrkjapotturinn hækkað um samtals 45 mkr. Þar með mun heildarfjárhæð styrkjanna nema um 125  mkr. á þessu ári, eða hærri fjárhæð en nokkru sinni fyrr.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um hestamennsku í Reykjavík á fundi borgarstjórnar dags. 18. nóvember 2025.  Tillögunni var vísað til meðferðar menningar- og íþróttaráðs. MSS25110069.
    Samþykkt að vísa tillögunni til sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs til meðferðar.

    -    Kl. 10:00 víkur Skúli Helgason af fundi og Kristinn Jón Ólafsson tekur við fundarstjórn. Birkir Ingibjartsson tekur sæti á fundinum.
    -    Kl.10:01 víkja Kjartan Magnússon og Friðjón R Friðjónsson af fundi og Atli Guðjónsson tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Á fundi menningar- og íþróttaráðs 28. nóvember 2025 var skipaður spretthópur um aðstöðumál tónlistar í borginni. Skrifstofustjóri menningarborgarinnar upplýsti um vinnu hópsins, sem mun skila inn tillögum fyrir 1. mars 2026. MIR25110015

    -    Kl. 10:20 víkur Atli Steinn Árnason af fundi.

  6. Lagt fram svar skrifstofu útivistarborgarinnar dags. 12. desember 2025 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um gerð gönguskíðabrautar á Hólmsheiði frá fundi menningar- og íþróttaráðs 12. desember 2025. MIR25120007

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs dags. 22. desember við fyrirspurn fulltrúa Framsóknarflokksins um íþróttafélagið Fylki frá fundi menningar- og íþróttaráðs 12. desember. MIR25120008.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um framkvæmdir við sundlaugar frá fundi menningar- og íþróttaráðs 31. október 2025.  MIR25100014
    Frestað.

Fundi slitið kl. 10:25

Kristinn Jón Ólafsson Birkir Ingibjartsson

Sara Björg Sigurðardóttir Stefán Pálsson

Aðalsteinn Haukur Sverrisson Atli Guðjónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs 09.01.2025 - Prentvæn útgáfa