Menningar- og íþróttaráð
Ár 2025, föstudaginn 31. október var haldinn 16. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birkir Ingibjartsson varamaður fyrir Söru Björgu Sigurðardóttur, Friðjón R Friðjónsson, Tinna Helgadóttir varamaður fyrir Kristinn Jón Ólafsson, Kjartan Magnússon og Stefán Pálsson. Frímann Ari Ferdinandsson varaáheyrnarfulltrúi ÍBR. Jafnframt: Steinþór Einarsson, Atli Steinn Árnason, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Helga Friðriksdóttir, Elín Hrefna Ólafsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram minnisblað skrifstofu MÍR dags. 24. október 2025 með upplýsingum um að á fundi borgarráðs 16. október 2025 hafi verið samþykkt tillaga borgarráðs um að fela umhverfis- og skipulagssviði að taka út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug á árinu 2025. MIR25100009
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægar framkvæmdir við endurbætur á Vesturbæjarlaug hafa ekki gengið sem skyldi í sumar og hefur þrívegis komið til þess að loka hefur þurft lauginni eftir að viðamiklum framkvæmdum lauk í sumar. Ljóst er að pottur er brotinn í ferli málsins og samþykkti borgarráð tillögu um að USK réðist í úttekt á ferlinu við framkvæmdirnar. Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á það að í þeirri úttekt verði horft til þess að skerpa á eftirliti með framkvæmdum, gæðastjórnun og síðast en ekki síst hvort gera þurfi breytingar á innkaupareglum borgarinnar til að skerpa á því að borgin hafi viðeigandi úrræði til að grípa inn í ef vinnubrögð við framkvæmdir eru óviðunandi.
Rúnar Ingi Guðjónsson deildarstjóri viðhalds fasteigna hjá USK tekur sæti á fundinum undir þessir lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á sumarstörfum í Hinu Húsinu. MIR25100012
Menningar- og íþróttaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Hitt húsið er mikilvæg stofnun í tilveru fjölda reykvískra ungmenna, allan ársins hring. Sumarstarfið er sérlega mikilvægur þáttur. Listverkefni á borð við Götuleikhúsið setur skemmtilegan svip á borgarlífið og hefur reynst dýrmætur skóli fyrir margt af okkar efnilegasta listafólki. Hitt húsið hefur einnig haldið utan um sumarstörf fatlaðra ungmenna, sem tryggja festu og samfellu í lífi unglinganna, eflir þau félagslega og undirbýr fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Þriðja meginstoðin í sumarstarfinu er svo Jafningjafræðslan sem löngu hefur sannað gildi sitt í forvarnarstarfi. Brýnt er að tryggja að Hitt húsið geti hér eftir sem hingað til haldið áfram sínu öfluga starfi yfir sumarmánuðina því verkefnin fara ekki í frí þótt sólin hækki á lofti.
Ása Hauksdóttir, Auður Kamma Einarsdóttir og Harpa Karen Antonsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Markús H Guðmundsson tók sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Tónlistarborginni og þátttöku á Airwaves. MIR25100011.
Ása Dýradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Rætt um fjárfestingaráætlun menningar- og íþróttasviðs.
Fulltrúar meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram bókun sem lögð var í trúnaðarbók.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. október 2025 þar sem vísað er til meðferðar menningar- og íþróttaráðs tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um minnismerki um Gunnar Gunnarsson rifhöfund. USK25090148
Frestað.
Fylgigögn
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um framkvæmdir við sundlaugar Reykjavíkurborgar á árinu þar sem eftirfarandi spurningum verði m.a. svarað: 1. Hvaða viðhaldsframkvæmdum hefur verið unnið að á árinu 2025 og við hvaða laugar? 2. Í hvaða tilvikum hafa ágallar á framkvæmdum orðið til þess að viðkomandi verkefni hafi verið tekið upp og bætt við það eða það unnið að nýju? 3. Hversu oft og í hve marga daga hverju sinni hefur þurft að loka viðkomandi laugum vegna framkvæmdanna? Hversu marga lokunardaga má rekja til umræddra ágalla? 4. Hvert er áætlað tekjutap sundlauganna vegna a) fyrirfram ákveðinna lokana, b) ófyrirséðra viðbótarlokana vegna ágalla? 5. Hvaða verktakar hafa unnið að viðkomandi verkefnum? Er um að ræða almenna verktaka eða sérhæfða? 6. Hverjir hafa annast eftirlit með umræddum framkvæmdum? 7. Hverjar eru helstu magntölur verkefnanna? 8. Hver er útboðs- og samningsfjárhæð hvers verkefnis, áfallinn kostnaður miðað við dagsetningu svars og áætlaður heildarkostnaður?
-
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun vegna stjórnunar ráðsins:
Óskað er eftir því að tillaga Sjálfstæðisflokksins um stuðning borgaryfirvalda við starf íþróttafulltrúa Leiknis í Efra Breiðholti, verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi menningar- og íþróttaráðs. Tillagan var lögð fram á fundi ráðsins 10. október sl. en afgreiðslu frestað að ósk meirihlutans. Í 7. grein samþykktar um menningar- og íþróttaráð segir, að sé afgreiðslu á tillögu frestað í ráðinu, skuli hún tekin fyrir á næsta fundi þess. Óskað er eftir því að samþykkt ráðsins sé fylgt í þessu efni sem öðrum.
Fundi slitið kl. 11:23
Skúli Helgason Tinna Helgadóttir
Birkir Ingibjartsson Friðjón R. Friðjónsson
Kjartan Magnússon Stefán Pálsson
Aðalsteinn Haukur Sverrisson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 31 október 2025