Menningar- og íþróttaráð - Fundur nr. 14

Menningar- og íþróttaráð

Ár 2025, föstudaginn 26. september var haldinn 14. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 14, Hofi og hófst kl. 09:08.  Viðstödd voru: Skúli Helgason formaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Friðjón R Friðjónsson, Kjartan Magnússon, Sara Björg Sigurðardóttir, Stefán Pálsson og Kristinn Jón Ólafsson sem tók sæti á fundinum með rafrænum hætti.  Jafnframt: Steinþór Einarsson, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, Helga Friðriksdóttir, Elín Hrefna Ólafsdóttir og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september 2025 þar sem fram kemur að Kjartan Magnússon taki sæti Björns Gíslasonar í menningar- og íþróttaráði. MSS22060045.

  2. Fram fer kynning á Myndlistartvíæringnum Sequences sem fram fer 10. – 20. október 2025. MIR25090003

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir áhugaverða kynningu frá Sequence myndlistahátíð. Hátíðin er vettvangur, sem stofnaður var 2006, til að skapa umgjörð fyrir tilraunakennd framsækna myndlist, færa samtímalist nær almenningi í gegnum hefðbundin og óhefðbundin almannarými. Hátíðin hefur verið leiðandi alþjóðlegur tvíæringur, sameinar listafólk á ólíkum aldri, innlenda og erlenda um listana. Um er að ræða mikilvægan samstarfsvettvang í myndlistina og þema hátíðarinnar 10.-20. október er hæglæti, um mikilvægi þess að hægja á lífinu. Ráðið styður það að breyta reglum um borgarhátíðir þannig að tvíæringur eins og Sequence uppfylli skilyrði borgarhátíðar.

    Odda Júlía Snorradóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Daría Sól Andrews taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun menningar- og íþróttasviðs ásamt gjaldskrá fyrir árið 2026. – Trúnaðarmál

    Fjárhagsáætluninni er vísað til borgarráðs. MIR25080004

    Andrés B Andreasen tekur sæti á fundinum undir þessu lið með rafrænum hætti.

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga meirihluta Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um ungbarnavænar sundlaugar:

    Lagt er til að mótaðar verði tillögur um hvernig megi bæta þjónustu við ungbarnafjölskyldur í sundlaugum borgarinnar. Skipaður verði spretthópur forstöðumanna sundlauga sem fái það hlutverk að móta tillögur um aðgerðir til að bæta aðstöðu, búnað og umhverfi fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra í sundlaugum borgarinnar. Spretthópurinn taki þegar til starfa og skili áfanganiðurstöðum fyrir 10. nóvember næstkomandi og endanlegum niðurstöðum fyrir 1. desember 2025.

    Greinargerð fylgir tilllögunni.

    Samþykkt.

    Fulltrúar menningar- og íþróttaráðs leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í samræmi við ákvæði í málefnasáttmála samstarfsflokkanna er lagt til að skipaður verði spretthópur sem móti tillögur um aðgerðir til að bæta aðstöðu fyrir ung börn og fjölskyldur þeirra í sundlaugum borgarinnar. Hópurinn mun rýna hvaða tækifæri eru til úrbóta í þeim efnum, s.s. varðandi aðbúnað, leiktæki, þjónustustig og umhverfi. Forstöðumenn sundlauga borgarinnar skipa spretthópinn og munu nýta sér þekkingu sérfræðinga þjónustu- og nýsköpunarsviðs og leita eftir og nýta sjónarmið ungbarnafjölskyldna í borginnni varðandi það að bæta enn frekar upplifun og aðstöðu fyrir yngstu kynslóð sundlaugagesta og forráðamenn þeirra. Spretthópurinn mun vinna hratt og vel með það fyrir augum að fyrstu tillögur verði klárar fyrir miðjan nóvember og endanlegar niðurstöður fyrir 1. desember.

    Fylgigögn

  5. Fram fara umræður um Klifurfélag Reykjavíkur og Toppstöðina. MIR25090004

  6. Fram fer umræða um tillögu um Viðey sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins flutti á fundi umhverfis og skipulagsráðs 24. september 2025. MIR25090005

  7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hver eru gjöld og tekjur af rekstri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 2000-2025? Samanlagt og skipt eftir árum. MIR25090006

Fundi slitið kl. 10:55

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 26. september 2025