Menningar- og íþróttaráð
Ár 2025, föstudaginn 27. júní, var haldinn 11. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 9:00. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Þór Helgason, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Birna Hafstein, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson, Sara Björg Sigurðardóttir og Stefán Pálsson. Jafnframt Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Arnfríður Arnfríður S Valdimarsdóttir, Atli Steinn Árnason og Steinþór Einarsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram tillaga um þróunarverkefni til að auka íþróttaþátttöku og inngildingu í Breiðholti og fram fer kynning. MIR25060005.
Samþykkt.
Birta Björnsdóttir og Jóhannes Guðlaugsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Breiðholt er það hverfi borgarinnar sem býr við hvað mestar áskoranir varðandi félags- og efnahagslega stöðu fjölskyldna. Ein birtingarmynd þess er minni þátttaka barna og unglinga í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi en annars staðar í borginni. Þess vegna er einstaklega brýnt og ánægjulegt að ÍBR ásamt Suðurmiðstöð með aðkomu íþróttafélaganna, skólasamfélagsins í hverfinu með stuðningi og þátttöku Menningar og íþróttaráðs setji á laggirnar þróunarverkefni til þriggja ára. Verkefnið hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og unglinga af erlendum uppruna, börnum sem búa við fátækt og fötluðum börnum í íþróttum og öðru skipulögðu íþróttastarfi. Í því felast mikilvæg tækifæri til aukinnar inngildingar, bættrar lýðheilsu og forvarna sem Menningar- og íþróttaráð styður heilshugar. Ráðið mun taka virkan þátt í verkefninu með fjárstuðningi, tryggja aðgengi að tímum og mannvirkjum eftir þörfum sem og fulltrúa í verkefnastjórn, sem mun móta tillögur um aðgerðir til að auka þátttöku þessa hóps barna, með sérstaka áherslu á Efra Breiðholt.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Grasagarðinum. MIR25060010.
Hjörtur Þorbjörnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Grasagarðurinn er mikilvæg en oft vanmetin stofnun í borgarlífinu. Þáttur hans í að fræða almenning um jurtir og trjáplöntur er stór og bein áhrif hans á borgarlandslagið mikil sem sést af öllum þeim mikla fjölda plantna sem fyrst skutu rótum í garðinum en hafa síðar hlotið almenna útbreiðslu. Þá má ekki gleyma mikilvægi hans til útivistar og náttúruupplifunar í miðri borg. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á og hæla metnaðarfullri fræðslu- og viðburðaáætlun garðsins sem kynnt hefur verið. Fulltrúar samstarfsflokkanna í borgarstjórn hvetja til þess að vel verði hlúað að garðinum hér eftir sem hingað til.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á notkun Frístundakortsins. MIR25060012.
Jóhanna Garðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá aukningu í nýtingu frístundarkortsins í Reykjavík. Stórt skref var tekið í þágu bættrar lýðheilsu og forvarna þegar ákveðið var að hækka styrkinn úr 50 þús. kr. yfir í 75 þús. kr. í upphafi kjörtímabilsins en rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi er ein mikilvægasta forvörn barna og ungmenna. Þátttakan dróst saman á tímum veiru faraldurs en hefur jafnt og þétt aukist. Kynin sækjast eftir ólíkum íþróttagreinum en stelpur sækja meira í listrænar greinar eins og dans, fimleika og listir á meðan drengir finna sig í boltagreinum og líkamsrækt. Það er viðvarandi verkefni að tryggja farsæld og velsæld barna, þannig að öll börn finni sig sem hluta af hóp og fái að blómstra á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Það er því mikilvægt að lesa í tölfræði frístundakortsins og nýta upplýsingarnar til að lesa í breyttar þarfir fjölbreytts hóps barna og bregðast við þeim.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á fimm mánaða uppgjöri menningar- og íþróttasviðs. MIR25060008.
Andrés Bögebjerg Andreasen tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lögð fram að nýju drög að samningi Reykjavíkurborgar og Heimili kvikmyndanna ses. um stuðning Reykjavíkurborgar við Heimili kvikmyndanna ses. vegna húsnæðis Bíó Paradísar við Hverfisgötu 52, ásamt minnisblaði menningar- og íþróttasviðs, dags. 12. júní 2025, og öðrum fylgigögnum, sbr. 3. lið fundargerðar menningar- og íþróttaráðs frá 23. maí 2025 og fram fer kynning. MIR25050024.
Samþykkt.
Hrönn Sveinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessu lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framkvæmdir á svæði KR. MIR25060006.
- kl. 11:56 víkur Atli Steinn Árnason af fundinum.
Fundi slitið kl. 12:00
Skúli Helgason Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birna Hafstein Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Sara Björg Sigurðardóttir
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 27. júní 2025