Menningar- og íþróttaráð
Ár 2025, föstudaginn 20. júní, var haldinn 10. fundur menningar- og íþróttaráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 9:46. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Skúli Þór Helgason, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Kjartan Magnússon, Kristinn Jón Ólafsson og Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Birkir Ingibjartsson og Friðjón R. Friðjónsson. Jafnframt Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Helga Friðriksdóttir og Steinþór Einarsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og Aþenu íþróttafélags, dags. 20. júní 2025, um styrk vegna íþróttastarfs. MSS25060017.
Samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Íþróttafélagið Aþena hefur starfað í Breiðholti undanfarin ár með þá stefnu að auka þátttöku stúlkna í hverfi þar sem þátttaka stúlkna í íþróttum og skipulögðu frístundastarfi er hvað minnst í borginni. Góður árangur hefur náðst í að fjölga iðkendum undanfarin 2 ár eftir að samningur við Reykjavíkurborg var undirritaður og hefur iðkendum fjölgað úr rúmlega 40 í 140 á tímabilinu. Með nýjum styrktarsamningi við Aþenu er lögð sérstök áhersla á valdeflingu stúlkna með því að þjálfun þeirra verði fyrst og fremst í höndum leikmanna meistaraflokks og ungmennastarfs sem gegna mikilvægu hlutverki sem fyrirmyndir þeirra sem yngri eru. Reykjavíkurborg tekur yfir rekstur mannvirkisins að Austurbergi 3 með áherslu á að samnýta aðstöðuna eins og kostur er samhliða því sem Aþena fær nægan fjölda tíma og aðstöðu til að efla sína starfsemi. Lögð er áhersla á að Aþena fylgi mannréttindastefnu, jafnréttisstefnu og íþróttastefnu borgarinnar og gæti þess að stuðla að velferð, öryggi og farsæld barna í starfi sínu með börnum og ungmennum.
Fulltrúar Sjálftæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að samkomulag hafi tekist milli íþróttafélagsins Aþenu og Reykjavíkurborgar um samstarf, sem felur m.a. í sér styrkveitingu til félagsins og afnot af íþróttahúsinu Austurbergi. Sátt er um þessa tilhögun milli Aþenu, Leiknis og borgarinnar að því er komið hefur fram hér á fundinum. Starfsemi Aþenu og Leiknis er öflug og eru vonir bundnar við að fyrirliggjandi samningur verði til að auka enn frekar þátttöku í íþróttastarfi í Efra Breiðholti, ekki síst stúlkna og barna og ungmenna af erlendum uppruna.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10.16
Skúli Helgason Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Birkir Ingibjartsson Friðjón R. Friðjónsson
Kjartan Magnússon Kristinn Jón Ólafsson
Stefán Pálsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð menningar- og íþróttaráðs frá 20. júní 2025