Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, miðvikudaginn 6. september hélt menningarmálanefnd sinn 311. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 14.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Eyþór Arnalds. Jafnframt sátu fundinn Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Eiríkur Þorláksson, Anna Torfadóttir, Þórir Stephensen, Elísabet B. Þórisdóttir, Svanhildur Bogadóttir, Nikulás Úlfar Másson og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu um listaverkakaup: Jóhannes S. Kjarval: ,,Karitas’’, (um 1960) – olía á striga. Harpa Björnsdóttir: ,,Liðsmenn’’, 2000 – Höggmyndasyrpa, brons (12 verk). Gestur Þorgrímsson: ,,Leiðarsteinn’’, 1994 – Gabbró og stál. Tillagan var samþykkt.

2. Samþykkt var svohljóðandi bókun: ,,Lagðar voru fram umsagnir Þjóðminjasafns Íslands dags. 11.8.2000 og Árbæjarsafns – Minjasafns Reykavíkur, dags. 21.8.2000 um tillögu að gerð golfvallar í Viðey. Eins og þar kemur fram hafa fornleifar í Viðey ekki verið skráðar. Ef vinna á skipulag á eyjunni sbr. hugmyndir um golfvöll þarf slík fornleifaskráning að eiga sér stað og afmörkun verndarsvæða í framhaldi af því. Við þær aðstæður mælir menningarmálanefnd gegn gerð golfvallar í Viðey. Að öðru leyti er vísað í umsagnir fyrrgreindra aðila.’’

3. Lagt var fram erindi borgarstjóra dags. 18.8.2000 um flutning ÍRhúss við Túngötu. Málið rætt og afgreiðslu frestað.

4. Lögð var fram til kynningar tillaga að skiptingu fjárhagsramma menningarmála fyrir árið 2001.

5. Lagt var fram til kynningar frá fræðsludeild Árbæjarsafns ritið ,,Listir, saga, menning, náttúra’’ um safnaheimsóknir og vettvangsferðir sem grunnskólanemendum í Reykjavík stendur til boða skólaárið 2000-2001.

6. Lagt var fram til kynningar frá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi efnisskrá fyrir september- desember 2000.

7. Formaður og menningarmálastjóri lögðu fram tillögu að breytingu á starfi staðarhaldara í Viðey er Þórir Stephensen lýkur störfum snemma næsta árs. Menningarmálastjóra var falið að útbúa drög að auglýsingu og starfslýsingu fyrir næsta fund.

8. Svanhildur Bogadóttir kynnti breytingar á menningarborgarverkefni Borgarskjalasafns.

9. Samþykkt var að Borgarbókasafn stæði fyrir lokaðri samkeppni um skreytingu á nýjum bókabíl.

Fundi slitið kl. 16.00

Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson