Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 19. apríl, var haldinn 389. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16:00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

- Kl. 16.15 tók Rúnar Freyr Gíslason sæti á fundinum.

1. Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi um opinn fund menningarmálanefndar um fjölmenningu og fjölmenningarstefnu borgarinnar. Einar Skúlason og Sigurður Þór Salvarsson frá Alþjóðahúsi, Halldóra Gunnarsdóttir frá þróunar- og fjölskyldusviði og Anna Torfadóttir borgarbókavörður mættu á fundinn vegna málsins. (R03010284)

2. Lögð fram til kynningar drög að samþykkt og reglum fyrir Mugg – alþjóðalegan tengslasjóð fyrir myndlistarmenn. Samþykkt að vísa erindinu til Höfuðborgarstofu með það fyrir augum að bjóða þeim þátttöku í sjóðnum. (R04040032)

3. Lagðar fram til kynningar hugmyndir að listmunaláni ásamt upplýsingum um Mondriaan stofnunina í Hollandi. Borgarbókavörður mætti á fundinn vegna málsins. Frestað. (R04040033)

4. Lagt fram til kynningar afrit af erindi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, til Safnaráðs dags. 31. mars 2004, þar sem óskað er eftir endurskoðun afstöðu til styrkumsóknar safnsins, sbr. bréf forstöðumanna Ljósmyndasafns Reykjavíkur og Minjasafns Reykjavíkur sem kynnt voru á síðasta fundi. (R04030116)

Fundi slitið kl. 18:00

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason