Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 13. febrúar var haldinn 276. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl.13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um þátttöku Reykjavíkurborgar í listahátíðinni La Mercé í Barcelona 22.-25. september 2017. (RMF17010013)

- Kl. 13.35 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram erindi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music, dags. 15. janúar 2017, um að hátíðin verði tvíæringur og haldin næst 2017 og 2019, en haldi sama vilyrði fyrir 3ja ára samstarfssamningi v. 2017 – 2019. (RMF16110009)

Samþykkt.

3. Lögð fram tillaga safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 3. febrúar 2017 um að Ólöf Nordal taki sæti Hugins Þórs Arasonar í innkaupanefnd Listasafnsins. (RMF14110010)

Samþykkt.

4. Fram fer kynning á hugmynd að umhverfisverki í Reykjavíkurtjörn

Gísli Hrafn Magnússon og Arnar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram skýrsla um niðurstöður rásfundar um aldursvænar borgir.

Birna Sigurðardóttir og Erla Kristín Jónasdóttir fulltrúar stýrihóps um aldursvæna borgir. (RMF15020015)

6. Fram fer kynning á stöðu menningarmerkinga í Reykjavík. (RMF13010017)

Kristín Viðarsdóttir og Ingibjörg Áskelsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Fram fer kynning á þróun og hóteluppbyggingu í miðborginni.

Óli Örn Eiríksson, Áshildur Bragadóttir og Björg Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lögð fram greinargerð um framkvæmd Vetrarhátíðar 2017. (RMF17010003)

Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Menningar- og ferðamálaráð vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að því að skipulegga og vinna að Vetrarhátíð 2017. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð, setti fallegan blæ á höfuðborgarsvæðið og hefur sjaldan verið eins glæsileg.

Áshildur Bragadóttir og Björg Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið

Fundið slitið kl. 16.13.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Áslaug María Friðriksdóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Magnús Arnar Sigurðarson