Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2016, mánudaginn 12. desember var haldinn 272. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Borgarleikhúsinu og hófst hann kl. 13.34. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Eyrún Eyþórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á starfsemi og rekstri Borgarleikhússins
Kristín Eysteinsdóttir og Berglind Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF15080019)
- Kl. 13.41 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum.
- Kl. 13.43 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 13.50 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
2. Fram fer umræða um styrki menningar- og ferðamálaráðs 2017.
Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF16080001)
3. Lagt fram yfirlit yfir ferðakostnað á sviðinu janúar til júní 2016.
4. Lögð fram til kynningar umsögn Menningar- og ferðamálasviðs, dags. 7. desember 2016, um tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020. (RMF16110004)
Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna taka undir umsögn sviðsins.
Fundi slitið kl. 15.32
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Börkur Gunnarsson Magnús Arnar Sigurðarson