Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 10. júní var haldinn 191. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:36. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Kristín Soffía Jónsdóttir, Harpa Elísa Þórsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kynntu skýrslu starfshóps um samþætta þjónustu í Úlfarsárdal.

2. Lagt fram bréf borgarstjóra til borgarráðs dags. 28 maí 2013 um breytta tímaáætlun fjárhagsáætlunar 2014-2018.

3. Erindi frá stjórn Menningarfélags Tjarnarbíós. Frestað. (RMF13010016)

4. Lögð fram útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2013 um listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013. Af skipulagsástæðum er ekki hægt að taka afstöðu til staðsetningar listaverksins að svo stöddu. Menningar- og ferðamálaráð felur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að vinna að frekari framvindu í samráði við CCP og listamanninn. (RMF13010037)

5. Lagt fram bréf safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 4. júní 2013 um tillögu að veggmynd í Efra Breiðholti. (RMF13060003)
Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með ný listaverk í almenningsrýmum í Breiðholtinu.

6. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 30. apríl 2013 um fleiri útitónleika á sumrin. (RMF13010001)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Nú þegar stendur Reykjavíkurborg beint og óbeint að margvíslegu útitónleikahaldi í miðbænum á sumrin. Útitónleikar hafa verið haldnir í tengslum við verkefnið Torg í biðstöðu og sem hluti af sumarstarfi Hins hússins. Fjöldi útitónleika er haldinn á 17. júní og Menningarnótt. Reykjavíkurborg styður við bakið á ýmsum borgarhátíðum, og hafa útitónleikar verið hluti af dagskrá einhverra þeirra, svo sem Hinsegin daga og Jazzhátíðar. Menningar- og ferðamálaráð vill benda á að fjöldi einkaaðila stendur fyrir útitónleikum yfir sumartímann í miðborg Reykjavíkur. Tónleikahaldarar leita einnig reglulega til borgarinnar með tillögur að tónleikahaldi og er hver hugmynd skoðuð sérstaklega áður en leyfi er veitt, einkum með tilliti til nágranna svæðisins og álags á það. Sumarið 2012 héldu til dæmis hljómsveitin Of Monsters and Men ókeypis tónleika í Hljómskálagarðinum og í Laugardalnum spiluðu Jón Jónsson og Retro Stefson ásamt fleirum. Reykjavíkurborg hefur sett upp aðstöðu í Laugardal og Hljómskálagarði sem auðveldar tónleikahald.

7. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum ferðamál dags. 30. apríl 2013 um strætókort í miðbænum. (RMF13010001)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:

Strætó bs hefur reynt að auðvelda aðgengi farþega að fargjöldum í gegnum söluvef www.straeto.is þar sem hægt er að kaupa öll fargjöld og fá send heim.
Von er á fleiri greiðslumöguleikum hjá Strætó bs á næstu misserum, sem snúa sérstaklega að stökum fargjöldum.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2 selur 1 dags og 3 daga kort, sem nýtast ferðamönnum vel.
Ábendingum um fjölgun sölustaða farmiða og korta verður komið á framfæri við forsvarsmenn Strætó bs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir erindi af Betri Reykjavík og telja að mikilvægt að sölustöðum með strætómiða verði fjölgað þannig að hægt verði að kaupa miða í öllum helstu stofnunum borgarinnar eins og til að mynda í bókasöfnum og félagsmiðstöðvum.

Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð beinir þeim tilmælum til Strætó bs. að skoðað verði hvort hægt sé að fjölga sölustöðum og aukin þjónusta verði kostnaðargreind.


Fundi slitið kl. 15.25

Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Harpa Elísa Þórsdóttir Þór Steinarsson