No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2013, mánudaginn 14. janúar var haldinn 180. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir, Auður Halldórsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Nýr forstöðumaður Höfuðborgarstofu Einar Þór Bárðarson kom á fundinn og kynnti sig og framtíðarverkefni Höfuðborgarstofu. (RMF12120001)
2. Afgreiðsla styrkja 2013. Lögð var fram tillaga í fjórum liðum að styrkveitingum 2013 ásamt yfirliti yfir framlag úr borgarhátíðasjóði s.á.
Í fyrsta lagi var lagt til að Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013 verði Tríó Sunnu Gunnlaugs með styrk að upphæð 1 m.kr. Samþykkt einróma.
Í öðru lagi var lagt til að gerðir verði samstarfssamningar til þriggja ára vegna áranna 2013-2015 með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2014 og 2015 við eftirtalda aðila:
5.5 m.kr Heimili kvikmyndanna.ses til rekstrar Bíós Paradísar
5 m.kr Nýlistasafnið til rekstrar safnsins
2.4 m.kr Bandalag sjálfstæðra leikhúsa til rekstrar skrifstofu SL og Tjarnarbíós
2 m.kr. Kling og Bang til rekstrar gallerís
1.9 m.kr Samtök um danshús til rekstrar dansverkstæðis
1.4 m.kr. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík til rekstrar verkstæðis og útisýninga í Höggmyndagarðinum
Samningar við Nýlistasafnið, Bandalag sjálfstæðra leikhúsa, Kling og Bang, Samtök um danshús og Myndhöggvarafélagið samþykktir einróma. Samningur við Heimili kvikmyndanna.ses samþykktur með fimm atkvæðum, fulltrúi Sjálfstæðisflokks Marta Guðjónsdóttir var á móti, fulltrúi Sjálfstæðisflokks Áslaug Friðriksdóttir sat hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
Að gefnu tilefni þykir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins rétt að bóka eftirfarandi. Fyrir fundinum liggur tillaga að styrkveitingum frá faghópi BÍL til menningar- og ferðamálaráðs. Ein af tillögunum er að styrkja Heimili kvikmyndanna og gera við stofnunina 3 ára samstarfssamning. Vegna forsögu málsins verða fulltrúar sjálfstæðisflokksins að rifja upp að Samtök kvikmyndagerðamanna fóru fram á það við borgina að styrkja samtökin til að reka Bíó Paradís árið 2010 á þeim forsendum að framtakið þyrfti stofnstyrk einu sinni. Ekki var gert ráð fyrir að félagið þyrfti styrki frá borginni til að reka starfsemina í framhaldi af því. Nú liggur fyrir að þær spár hafa ekki náð fram að ganga og því er eðlilegt að taka málin til gagngerrar skoðunar í stærra samhengi en hér er gert. Að svo stöddu ætti því ekki að ganga frá 3 ára samningi.
Í þriðja lagi var lagt til að gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2013, 2014 og 2015 við eftirtaldar hátíðir með framlagi úr Borgarhátíðasjóði með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2014 og 2015:
5 m.kr. Hinsegin dagar - Reykjavík Gay Pride
2.5 m.kr. Lókal, leiklistarhátíð
2 m.kr. Reykjavík Dance Festival
Samþykkt einróma.
Í fjórða lagi var lagt til að aðrir styrkir vegna verkefna 2013 verði:
1.6 m.kr. Caput, Kammersveit Reykjavíkur og Stórsveit Reykjavíkur
1 m.kr. Kirkjulistahátíð, Múlinn jassklúbbur, Nýsköpunarsjóður tónlistar-Musica Nova, Sequences og Undir berum himni
850 þús. kr. Common Nonsense sf.og Lab Loki
750 þús. kr. Reykjavík Fashion Festival
700 þús. kr. Vesturport og Choreography Reykjavík
600 þús. kr. List án landamæra, Listafélag Langholtskirkju, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Félag kvikmyndagerðamanna v. Reykjavík Shorts and Docs
550 þús. kr. Handverk og hönnun
500 þús. kr. Afkimi v. Reykjavík Music Mess, Möguleikhúsið, Kárahnjúkar v. SONAR, Camerarctica, Kunstschlager, 15:15 tónleikasyrpan, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Heimstónlist í Reykjavík, Kviss búmm bang, Vinnslan og Lorna félag áhugamanna um rafræna list
400 þús. kr. Íslensk grafík, Gjörningaklúbburinn, Nordpaa/Norður, 7 generations, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Hjörtur Jóhann Jónsson, Sögusvuntan, Kriðpleir leikhópur, Kammer-músíkklúbburinn, Melkorka S. Magnúsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Vigdís Jakobsdóttir, IBBY á Íslandi, Menningar-félagið, Elektra Ensemble, Nordic Affect og Alþýðuóperan
350 þús. kr. Tónlist á gráu svæði v. Jaðarber, Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Halaleikhópurinn og Barnamenningarfélagið Skýjaborg
300 þús. kr. Reykjavík Folk Festival, Stoppleikhópurinn, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Leikhópurinn Draumasmiðjan, Tangófélagið, Gallerí ÞOKA, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Berglind María Tómasdóttir, Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir, Sara Riel, Ástarmafían, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Katrín Bára Elvarsdóttir, Háaloftið, Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle, Leifur Þór Þorvaldsson og Hannes Óli Ágústsson
260 þús. kr. Leikfélagið Hugleikur
250 þús. kr. Vox Feminae
200 þús. kr. Tjarnarleikhópurinn, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Kvenréttindafélag Íslands, Katrín I Jónsd. Hjördísardóttir, Rauði þráðurinn, Félag íslenskra tónlistarmanna, Valgerður Rúnarsdóttir og Raflistafélag Íslands
150 þús. kr. Artíma galleri, Kór Breiðholtskirkju, Tríó Reykjavíkur, Voces Thules, Leikhús listamanna, Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og Fatahönnunarfélag Íslands
100 þús. kr Nýlókórinn, Áskell Másson, Bára Sigfúsdóttir og Björn Finnsson.
Samþykkt einróma. (RMF12080003)
3. Lögð fram drög að samningi Menningar- og ferðamálasviðs við Leikfélag Reykjavíkur og drög að samningi Eignasjóðs við leikfélagið um afnot þess af Listabraut 3. Trúnaðarmál. Samþykkt með fyrirvara um samþykki borgarráðs. (RMF05060023)
4. Lögð fram drög að samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar og Listahátíðar í Reykjavík um rekstur og fjárframlag til Listahátíðar í Reykjavík. Samþykkt með fyrirvara um samþykki borgarráðs. (RMF081200009)
5. Lagt fram bréf formanns SÍM dags. 10. janúar 2013 þar sem Haraldur Jónsson er tilnefndur fulltrúi í innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur. (RMF11080018)
6. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn menningar- og ferðamálaráðs um tillögu um Hönnunarverðlaun Íslands. Skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs falið að veita umsögn á grundvelli umræðna. (RMF12120003)
Fundi slitið kl. 15.27
Einar Örn Benediktsson
Eva Baldursdóttir Stefán Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Margrét Kristín Blöndal
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson