Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 28. nóvember var haldinn 270. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram þjónustustefna Borgarbókasafnsins 2017-2020. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir kynna þjónustustefnu Borgarbókasafns.

Samþykkt.

- Kl. 13:40 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

- Kl. 13:41 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 13:42 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 13:48 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

2. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir kynna áherslur í starfsemi og þarfagreiningu vegna Gerðubergs.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Lagt er til að fjórar lykilhátíðir í Reykjavík hljóti viðurkenninguna Borgarhátíðir Reykjavíkur 2017-2019. Þær eru: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves og RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Gerður verði samstarfssamningur til þriggja ára sem felur í sér markmið um starfsemi, þróun og rekstur með tilskyldum fyrirvörum um samþykkt fjárhagsáætlunar hverju sinni. Framlög til hátíðanna nemi samtals 41 m.kr. á ári og skiptist með eftirfarandi hætti: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride 7 m.kr. Hönnunarmars 10 m.kr. Iceland Airwaves 14 m.kr. RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 10 m.kr Framlögin verði fjármögnuð af kostnaðarstað 03113 styrkir og rekstrarsamningar, en að auki verði óskað eftir 15 m.kr. viðbótarfjárveitingu í ramma Menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2017 og út samningstímann.

Greinagerð fylgdi tillögunni. (RMF16080010)

Samþykkt.

Margrét Norðdahl víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Lagt er til að gerður verði samstarfssamningur við Stockfish – kvikmyndahátíð í Reykjavík fyrir árin 2017-2019. Framlagið nemi 4,5 m.kr. árlega með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar hverju sinni. Framlagið vegna hátíðarinnar 2017 skiptist þannig að 3,5 m.kr. greiðast úr ramma menningar- og ferðamálasviðs 2016 og 1 m.kr. greiðist af áætluðum styrkveitingum ráðsins árið 2017.

Greinagerð fylgdi tillögunni. (RMF16110009)

Samþykkt.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Lagt er til að gjaldskrár menningar- og ferðamálasviðs verði óbreyttar frá þeirri tillögu sem lögð var fram á fundi menningar- og ferðamálaráðs þann 26. september sl.

Greinargerð fylgdi tillögunni. (RMF16090015)

Samþykkt.

6. Menningar- og ferðamálaráð skipar eftirfarandi í stjórn Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO:

Andri Snær Magnason (menningar- og ferðamálaráð;formaður)

Árelía Eydís Guðmundsdóttir (menningar- og ferðamálaráð)

Skúli Helgason (menningar- og ferðamálaráð)

Svanhildur Konráðsdóttir (menningar- og ferðamálasvið)

Pálína Magnúsdóttir (Borgarbókasafn)

Guðrún Edda Bentsdóttir (skóla- og frístundasvið)

Bryndís Loftsdóttir (Félag íslenskra bókaútgefenda)

Kristín Helga Gunnarsdóttir (Rithöfundasamband Íslands), varamaður Bjarni Bjarnason.

Guðni Elísson (Háskóli Íslands, Hugvísindasvið), varamaður Alda Björk Valdimarsdóttir

Guðrún Nordal (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), varamaður Svanhildur Óskarsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir (Hagþenkir), varamaður Ásdís Lovísa Grétarsdóttir.

Jafnframt hefur verið óskað eftir fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. (RMF16080012)

7. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað Höfuðborgarstofu dags. 23. nóvember 2016 vegna vals á umsjónaraðila bókana og sölu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Trúnaður er um efni minnisblaðsins þar til samningskaupaferli lýkur þann 2. desember 2016. Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna kynna. (RMF16100003)

- Kl. 14:49 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.

8. Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík kynnir stöðu og framtíðarsýn hátíðarinnar. (RMF16010002)

Fundið slitið kl. 15:39

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Margrét Norðdahl Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Stefán Benediktsson Magnús Arnar Sigurðarson

Börkur Gunnarsson