No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2016, mánudaginn 14. nóvember var haldinn 269. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Herdís Anna Þorvaldóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 10. nóvember 2016. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Markús H. Guðmundsson forstöðumaður Hins hússins kynna niðurstöður viðræðna Íþrótta- og tómstundasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs um 17. júní. (RMF16030015)
2. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar – september 2016 og á innkaupum sviðsins yfir 1 m.kr. á sama tíma. Jafnframt eru lögð fram yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2016 og afgreiðslur Borgarsögusafns dags. 10. október fyrir sama tímabil. (RMF16050012)
3. Lagt fram erindi Heimilis kvikmyndanna dags. 30. október 2016. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís, Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðarinnar Stockfish og Ísold Uggadóttir kynna starfsemi og rekstur Bíó Paradísar og Stockfish vegna óskar um nýjan samning. (RMF13040002)
- Kl. 14:46 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.
- Kl. 14:46 tekur Björn Birgir Þorláksson sæti á fundinum.
4. Skipan stjórnar Bókmenntaborgar UNESCO. Frestað. (RMF16080012)
5. Skipan dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017. Samþykkt að dómnefndina skipi Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Illugi Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn sem tilnefndur var af Rithöfundasambandi Íslands. (RMF16080011)
6. Fram fer umræða um Borgarhátíðir Reykjavíkur 2017-2019. (RMF16080010)
7. Lagt fram svar skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs við fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um hvernig markaðssetning á menningarviðburðum hefur þróast dags. 24. október 2016. (RMF16090008)
8. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjárhagslega og faglega úttekt á sameiningu í Borgarsögusafn sem frestað var á 255. fundi ráðsins. Samþykkt og vísað til sviðsstjóra og safnstjóra Borgarsögusafns að leita hagkvæmra leiða til þess að fá óháðan aðila til að meta árangur sameiningar safna í Borgarsögusafn Reykjavíkur. Greinargerð fylgir. (RMF16030013)
9. Samþykkt að seinni fundur menningar- og ferðamálaráðs í desember verði haldinn 19. desember.
10. Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í tilefni frétta á RÚV frá 8. nóvember síðastliðinn er lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: Hver eru heildarframlög Reykjavíkurborgar til Leikfélags Reykjavíkur vegna Borgarleikhússins á árunum 2010 til 2016 skipt upp eftir árum. Óskað er eftir að sjá úttekt á rekstri Borgarleikhússins sem ljúka átti 1. september skv. viðauka við samning menningar- og ferðamálasviðs sem gerður var í kjölfar samþykkis borgarráðs þ. 26.5.2016. Ef ekki hefur verið lokið við úttekt á rekstri er spurt hvenær því skilyrði skv. fyrrnefndum viðauka verði lokið. Vegna bókunar menningar- og ferðamálaráðs á 225. fundi ráðsins þann 8.12.2014 sem hljóðar svo: Menningar- og ferðamálaráð minnir vinsamlegast á mikilvægi þess að gjöld og styrkir vegna húsnæðis- og búnaðarframlags borgarinnar í Borgarleikhúsi verði sýnilegir í næsta ársreikningi Leikfélags Reykjavíkur fyrir leikárið 2014-2015. Því er óskað eftir afriti af ársreikningum félagsins frá 2013-2014, 2014-2015, 2015-2016.
Frestað.
11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að meiri áhersla verði lögð á að hvetja til og stuðla að fjárhagslegri sjálfbærni verkefna sem menningar- og ferðamálaráð styrkir þar sem við á. Þetta á sérstaklega við um hátíðir og verkefni sem lifa yfir langt tímabil í ljósi þess að eðlilegt er að gera ráð fyrir að ákveðið fjármagn úr styrkja- og hátíðarpotti renni til nýrra verkefna. Menningar- og ferðamálasviði verði falið að skoða hvernig styrkjapotturinn hefur þróast, hvernig stuðningur við einstaka verkefni hafa verið og mat lagt á það hvort hægt er að stuðla að meiri fjárhagslegri sjálfbærni þeirra.
Frestað.
Fundið slitið kl. 16:00
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Björn Birgir Þorláksson Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir Magnús Arnar Sigurðarson