Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 24. október, var haldinn 268. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Svala Arnardóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Björn Gíslason og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um verklag vegna meðferða umsókna hátíða um titilinn Borgarhátíð.

Margrét Norðdahl víkur af fundi meðan á umræðum stendur.

2. Lögð fram drög að starfsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2017. (RMF16090015)

3. Fram fer umræða um breytingar á fjárhagsáætlun 2017. Lagt fram minnisblað dags. 18. október um breytingar vegna lækkunar á aldursmörkum og minnisblað dags. 18. október um staðfest mat á störfum hjá Menningar- og ferðamálasviði og afleiddan kostnað. (RMF16090015)

4. Fram fer umræða um styrki utan hefðbundins styrkjaferils. Lagðar fram eftirfarandi tillögur að meðferð umsókna Tjarnarbíós, Nýlistasafnsins og Kling & Bang vegna ársins 2017. Tillögunum fylgdi greinargerð:

1. Gerður verði 3ja ára samstarfssamningur við Menningarfélag Tjarnarbíós (MTB) vegna rekstrar Tjarnarbíós árin 2017-2019. Framlagið nemi 14 m.kr. árið 2017, 14,5 m.kr. árið 2018 og 15 m.kr. árið 2019 með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar hvers árs.

Samþykkt. Björn Gíslason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Magnús Arnar Sigurðarson fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

2. Gerður verði samningur til eins árs vegna rekstrar Nýlistasafnsins í Marshallhúsi og Breiðholti árið 2017. Framlagið nemi 12,5 m.kr. árið 2017.

Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins

3. Gerður verði samningur til eins árs vegna rekstrar Kling & Bang í Marshallhúsi árið 2017. Framlagið nemi 6 m.kr. árið 2017.

Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins

Viðbótarfjármunir vegna þessara samninga, samtals að upphæð 8,5 m.kr., fari af kostnaðarstað 03113 styrkir og samstarfssamningar í drögum að fjárhagsáætlun 2017.

5. Skipan dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017.

Frestað. (RMF16080011)

6. Skipan stjórnar Bókmenntaborgar UNESCO.

Frestað. (RMF16080012)

7. Lagt fram samkomulag vegna aðstöðu Viðeyjarferju við Skarfavör. (RMF16100005)

8. Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um hvernig markaðssetning á menningarviðburðum hefur þróast sem lögð var fram á 265. fundi menningar- og ferðamálaráðs.

Frestað.

9. Lagt fram svar Reykjavíkur Bókmenntaborgar við tillögu Framsóknar og flugvallarvina um rigningarljóð á gangstéttar sem lögð var fram á 262. fundi menningar- og ferðamálaráðs. Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri Bókmenntaborgar kynnir.

Tillagan er samþykkt. Margrét Norðdahl fulltrúi Samfylkingar situr hjá við afgreiðslu málsins.

- Kl. 14:20 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.

Bókun menningar- og ferðamálaráðs:

Menningar- og ferðamálaráð telur áhugavert að kanna möguleikana á að gera bókmenntir sýnilegri í borgarumhverfinu og á varanlegri hátt t.d. í tengslum við þær  framkvæmdir sem eru víða í borginni sbr. tillögur frá Bókmenntaborg UNESCO. Sviðsstjóra er falið að taka málið upp við umhverfis- og skipulagssvið og að m.a. verði kannaðir möguleikarnir á því að fjármagna slík verkefni sem hluta af innviðagjaldi.

Fundið slitið kl. 14:28

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Margrét Norðdahl Svala Arnardóttir

Herdís Anna Þorvaldsdóttir Björn Gíslason

Magnús Arnar Sigurðarson