Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 08. ágúst var haldinn 263. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir.

Ritari fundarinn var Auður Halldórsdóttir.
Þetta gerðist:

1. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnir stefnumótunarvinnu og framtíðarsýn safnsins. Hjalti Karlsson og Ármann Agnarsson hönnuðir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 13.39 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að skýrslu starfshóps um stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík dags. 6. júlí 2016. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi kynnir.

Sigrún Sveinbjörnsdóttir fræðslustjóri á skrifstofu frístundamála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Gestakorts Reykjavíkur 2017.

Samþykkt.
4. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri viðburða og Björg Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynna Menningarnótt 2016. (RMF16030007)

- Kl. 15.36 víkur Börkur Gunnarsson af fundinum.

5. Lögð fram umsókn Menningarfélags Tjarnarbíós um rekstrarstyrk 2017-2019 dags. 20. júní 2016.

Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunargerðar.

6. Lögð fram tillaga um að Huld Ingimarsdóttir taki sæti Signýjar Pálsdóttur í hússtjórn Borgarleikhússins.

Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 15.50

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Magnús Arnar Sigurðarson

Herdís Anna Þorvaldsdóttir