Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 23. maí, var haldinn 260. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Hofi á Höfðatorgi í Reykjavík og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Börkur Gunnarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar-mars 2016. (RMF16050012)
- Kl. 13:42 víkur Börkur Gunnarsson af fundinum og Lára Óskarsdóttir tekur sæti.
2. Snorri Sigurðsson verkefnastjóri á Umhverfis- og skipulagssviði kynnir lokaskýrslu starfshóps um sjálfbæran Elliðaárdal dags. 27. apríl 2016. (RMF16050013)
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 12. maí 2016 um úthlutun styrkja til myndríkrar útgáfu 2016.
Lagt er til að eftirtaldar umsóknir hljóti styrk á árinu 2016 skv. aðgerðaráætlun menningarstefnu: Forlagið vegna Stríðið mikla: Íslendingar og fyrri heimstyrjöldin 1914-1918 kr. 600.000, Hið íslenska bókmenntafélag vegna lokabindis Sögu Íslands þar sem Reykjavík er í aðalhlutverki kr. 250.000, Reykjavík Films vegna sjónvarpsþáttarraðarinnar Unga Ísland kr. 600.000 og Styrktar- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík vegna 150 ára afmælisrits kr. 50.000. Samtals kr. 1.500.000. (RMF16030011)
Samþykkt.
4. Lagt fram minnisblað BÍL dags. 17. maí 2016 um samráðsfund borgarstjóra og Bandalags íslenskra listamanna í Höfða 23. maí. (RMF16050007)
5. Lagt fram endurrit úr trúnaðarbók menningar- og ferðamálaráðs frá 11. apríl sl. þegar fjallað var um samstarfssamning Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO og Icelandair Group um starfsemi og rekstur í Gröndalshúsi. (RMF14030007)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram svohljóðandi bókun:
Að samningstíma loknum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks að rétt sé að skoðaðir verði kostir þess að selja húsið eða fá aðila sem væru tilbúnir til að taka að sér alfarið rekstur þess í menningarlegum og sögulegum tilgangi.
6. Lagt fram svar skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs dags. 19. maí 2016 við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem lögð var fram á 259. fundi menningar- og ferðamálaráðs um framlög Reykjavíkurborgar til Secret Solstice frá stofnun hátíðarinnar. (RMF16050014)
7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að skoðað verði að setja upp rigningarljóð á gangstígum Reykjavíkur líkt og gert hefur verið í Boston, s.s. kostnaðinn við það og hverjum innan borgarinnar ætti að fela verkefnið.
Frestað.
Fundi slitið kl. 14:52
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Magnús Arnar Sigurðarson
Herdís Anna Þorvaldsdóttir Lára Óskarsdóttir