Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 9. maí var haldinn 259. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Hanna Styrmisdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík kynnir dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2016. 

- Kl. 13:39 tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum. 

- Kl. 13:56 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum. 

2. Guðný Gerður Gunnarsdóttir kynnir drög að skýrslu dags. 9. maí um byggingararf í Reykjavík sem unnin er fyrir menningar- og ferðamálasvið og Borgarsögusafn Reykjavíkur. (RMF16050002)

María Karen Sigurðardóttir deildarstjóri muna og rannsókna á Borgarsögusafni tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Þorsteinn Hermannsson samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði og Ragnheiður Einarsdóttir sérfræðingur í samgönguskipulagi hjá Strætó kynna skýrslu stýrihóps um leiðarkerfisbreytingar vegna alhliðasamgöngumiðstöðvar á U-reit. (RMF15080006)

Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4. Þóra Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Maskínu kynnir meginniðurstöður rannsóknar meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf til ferðamanna og ferðaþjónustu í borginni en rannsóknin var framkvæmd fyrir Höfuðborgarstofu. 

Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt menningar- og ferðamálaráðs dags. Einnig lagt fram erindi Bandalags íslenskra listamanna dags. 9. mars 2016.

(RMF15080013)

Samþykkt með fimm atkvæðum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar og flugvallarvina og Pírata að vísa til forsætinefndar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá. 

6. Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um verklagsreglur um styrkveitingar menningar- og ferðamálaráðs 2017. (RMF16050003)

Samþykkt. Hópinn skipa Elsa Yeoman, formaður, Margrét Norðdahl og Börkur Gunnarsson. Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála verði starfsmaður hópsins.

7. Lögð fram skýrsla um Barnamenningarhátíð 2016 dags. 6. maí 2016. (RMF15090003)

8. Fram fara umræður um sameiginlegan fund menningar- og ferðamálaráðs og velferðarráðs. 

9. Lagðar fram umsóknir um styrki til myndríkrar útgáfu. (RMF16030011)

Vísað til matsnefndar.

10. Fram fara umræður um starfsdag menningar- og ferðamálaráðs. 

11. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er sundurliðaðrar samantektar á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til Secret Solstice frá stofnun hátíðarinnar. Skipt upp eftir árum, auk þess er óskað eftir upplýsingum um áætluð framlög á árinu 2016.

Fundi slitið kl. 16:31

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Magnús Arnar Sigurðarson

Áslaug Friðriksdóttir Börkur Gunnarsson