Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2016, mánudaginn 14. mars var haldinn 255. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Magnús Arnar Sigurðarson.  Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. mars 2016, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi samþykkt á fundi sínum 1. mars 2016 að Magnús Arnar Sigurðsson taki sæti Ingvars M. Jónssonar í menningar- og ferðamálaráði og Jón Finnbogason taki sæti Magnúsar Arnars sem varamaður í ráðinu. (RMF14060015)

2. Fram fer umræða um ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2015. 

3. Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Margrét Ragnarsdóttir kynningar- og markaðsstjóri kynna starfsemi hljómsveitarinnar. 

4. Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynna skýrslu um Vetrarhátíð 2016 sem haldin var 4.-7. febrúar 2016.  (RMF15110001)

Menningar- og ferðamálaráð vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem standa að Vetrarhátíð í Reykjavík. Hátíðin í ár var, þrátt fyrir hressandi veðurskilyrði og að vera þröngur stakkur sniðinn, einstaklega vel heppnuð og faglega að hátíðinni staðið.

5. Áshildur Bragadóttir kynnir skýrslurnar Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2004-2015 og Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2015.

6. Lagður fram samstarfssamningur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt. Vísað til borgarráðs til staðfestingar. 

7. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum Menning og listir dags. 31. janúar 2016 um að við styttuna Sólfar við Sæbraut verði komið fyrir upplýsingum um siglingar og landafundi Íslendinga til forna sem frestað var frá 232. fundi. Einnig lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 26. febrúar 2016. (RMF16010001)

Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 26. febrúar 2016.

8. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála um framlengingu leigusamnings í Iðnó ásamt fylgigögnum dags. 10. mars 2016. (RMF13010015)

Samþykkt að heimila tveggja ára framlengingu leigusamnings um Iðnó við Iðnó ehf. til 1. september 2017. 

9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi tillögu: 

Borgarsögusafn Reykjavíkur tók til starfa þann 1. júní 2014 þegar Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafn Reykjavíkur og Viðey voru sameinuð. Kostnaður vegna reksturs Borgarsögusafns Reykjavíkur og þeirra eininga sem undir safnið heyra nam tæplega 405 m.kr  á árinu 2015. Lagt er til að gerð verði fjárhagsleg og fagleg úttekt á sameiningu ofangreindra rekstrareininga undir einn hatt, Borgarsögusafn Reykjavíkur. Í úttektinni verði gerður samanburður á þeim markmiðum sem að var stefnt og þeim árangri sem náðst hefur en auk þess verði skoðað undirbúnings- og sameiningarferlið. 

Frestað.

10. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er samantektar á heildarfjárframlögum Reykjavíkurborgar til Bíó Paradísar frá stofnun fyrirtækisins.

11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

Óskað er eftir að teknar verði saman upplýsingar um það með hvaða hætti höfuðborgir Norðurlanda undirbúa, auglýsa og leggja mat á styrki til menningarmála. Sérstaklega verði skoðað með hvaða hætti valið er í matsnefndir sem fara yfir styrkbeiðnir og hlutverk menningarmálanefnda við mat á umsóknum. Sambærilegra upplýsinga verði safnað vegna menningarstyrkja menningar- og menntamálaráðuneytis og stærstu sveitarfélaga hérlendis. 

Fundi slitið kl. 15:54

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Margrét Norðdahl Marta Guðjónsdóttir

Magnús Arnar Sigurðarson