Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, mánudaginn 28. janúar var haldinn 181. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.35. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Ásmundur Ásmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lagt fram 11 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs.

- Kl. 13:45 vék Einar Örn Benediktsson af fundi. Eva Baldursdóttir tók við fundarstjórn.
2. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 28. nóvember 2012 með afgreiðslu umhverfis- og samgönguráðs og erindi frá Umhverfis- og skipulagssviði með útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs dags. 16. janúar 2013 um útilistaverk Rafael Barrios í Borgartúni. Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti.

Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð heimilar Listasafni Reykjavíkur að gera samning um staðsetningu listaverks Barrios skv. tillögum innkaupanefndar. Samningurinn verði gerður til tveggja ára með möguleika á framlengingu - með því fororði að listaverkið á þessum stað verði ekki notað í auglýsingaskyni.
- Kl. 14:00 kom Einar Örn Benediktsson aftur á fundinn og tók við fundarstjórn.
3. Lagt var fram erindi Hafþórs Yngvasonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 um væntanlega gjöf Hallsteins Sigurðssonar á 16 myndverkum í Grafarvogi ásamt jákvæðri umsögn innkaupanefndar listasafnsins. Jafnframt voru lögð fram drög að gjafagjörningi til samþykktar. Hafþór Yngvason kynnti.
Samþykkt að vísa til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs og umsagnar hverfisráðs Grafarvogs.

4. Lagt var fram erindi frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 18. janúar 2013 með útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. janúar 2013 þar sem fjallað var um hugmynd rekstraraðila í nágrenni við Vitastíg um mörkun og merkingu svæðis í miðborginni sem markast af Frakkastíg, Laugavegi, Vitastíg og Skúlagötu. Rekstraraðilar leggja til að hverfið verði nefnt Vitahverfi og fylgir tillögunni greinargerð og tillaga að skjaldarmerki svæðisins. Pálmi Freyr Randversson Umhverfis- og skipulagssviði, Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynntu.

Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráði líst vel á hugmyndir um merkingar eins og settar eru fram. Fyrirvari er gerður á notkun ensku á merkingar, einnig að skilgreina þetta svæði sem „creative quarter“. Einnig er lagt til að meiri vinna verði lögð í skjaldarmerkið og sögulegur grunnur þess sé styrktur. Frumkvæðinu er fagnað.
5. Lagt var fram erindi frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 18. janúar 2013 með útskrift úr gerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs dags. 9. jan. 2013 þar sem fjallað var um bréf frá Arkitektur - og designhögskolen í Osló dags. 5. okt. 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi. Margrét Þormar verkefnastjóri Umhverfis- og skipulagssviði, Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynntu.
Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir sjónarmið Margrétar Þormar að frekari upplýsinga sé þörf til að taka megi afstöðu til hugmyndarinnar, eins og fram kemur í bréfi hennar til upphafsmanna hennar dags. 16. nóvember 2012.

6. Lagt fram erindi frá Umhverfis- og skipulagssviði dags. 23. janúar 2013 með útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs 9. janúar er varðar brautargengi um myndskreytingu gatna í s.k. Goðahverfi ásamt fylgigögnum. Margrét Þormar verkefnastjóri Umhverfis- og skipulagssviði, Hafþór Yngvason forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur og Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynntu.

Menningar- og ferðamálaráðs óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir heildstæðri stefnu hvernig staðið verði að merkingum í borgarlandinu í framtíðinni. Erindið er vel unnið og menningar- og ferðamálaráð telur þetta verkefni eigi heima í Hverfapottinum og betrihverfi.is.
7. Karen María Jónsdóttir viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu kynnti Vetrarhátíð 2013 sem haldin verður 7. - 10. febrúar 2013.
- Kl. 15:45 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
8. Haraldur Sigurðsson frá Umhverfis- og skipulagssviði kynnti Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030 ,,Bíla- og hjólastæðastefna“ og Vistvænni samgöngur“.
- Kl. 16.00 vék Margrét Kr. Blöndal af fundi.
- Kl. 16.05 vék Eva Baldursson af fundi.
- Kl. 16.10 vék Ásmundur Ásmundsson af fundi.
9. Lagt fram bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna til borgarstjóra 31. desember 2012 þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings milli Reykjavíkurborgar og BÍL. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 27. janúar 2013. Samþykkt var að leggja til við borgarráð að það taki erindið til afgreiðslu og endurnýi samninginn við BÍL til þriggja ára samanber minnisblað skrifstofustjóra menningarmála.
10. Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar Kristjönu Nönnu Jónsdóttur verkefnastjóra og ritara ráðsins farsælt og gott starf á liðnum árum og óskar henni farsældar í framtíðinni.

11. Betri Reykjavík – Merkingar útilistaverka. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir og betri fjárhagsáætlun 2013 á Betri Reykjavík dags. 31. október 2012 um betri merkingar útilistaverka í borginni. Frestað.

12. Betri Reykjavík – Jólamarkaður á Austurvelli í boði Reykjavíkurborgar. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 30. nóvember 2012 um jólamarkað á Austurvelli. Frestað.

13. Betri Reykjavík – Gera gosbrunna og vatnslistaverk í borginni. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 30. nóvember 2012 um gosbrunna og vatnslistaverk í borginni. Frestað.

14. Betri Reykjavík – Víkinga- og sögusafn í Arnarhól undir Ingólf Arnarson. Lögð fram hugmynd úr flokknum ferðamál á Betri Reykjavík dags. 30. nóvember 2012 um víkinga- og sögusafn í miðbæinn. Frestað.

15. Betri Reykjavík – Kaffihús á hjólum. Lögð fram hugmynd úr flokknum menning og listir á Betri Reykjavík dags. 31. desember 2012 um kaffihús á hjólum. Frestað.

Fundi slitið kl. 16.20

Einar Örn Benediktsson
Ósk Vilhjálmsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir