No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2016, mánudaginn 11. janúar var haldinn 251. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Júlíus Vífíll Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdótti, Huld Ingimarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um breytingar á starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2020. (RMF15090002)
- Kl. 14:00 tekur Kolbrún Halldórsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Samtaka aðila í ferðaþjónustu um greiningu á kostnaði og ábata Reykjavíkurborgar af ferðaþjónustu dags. 4. desember 2015 sem frestað var á 249. fundi ráðsins. Tillögunni fylgdi greinargerð. (RMF16010003)
Bókun menningar- og ferðamálaráðs:
Í nýrri aðgerðaáætlun er það forgangsaðgerð númer eitt að tryggja Reykjavíkurborg eðlilegt hlutfall af þeim tekjum sem verða til af sívaxandi ferðamannastraumi til landsins. Í því sambandi er mikilvægt að fá fyllri upplýsingar um bæði kostnað og tekjur sem borgin hefur af ferðaþjónustu en slík greining kallar á sérfræðivinnu og samstarf ýmissa aðila. Reykjavíkurborg leggur mikið til í markaðssetningu, fjárfestingu og uppbyggingu innviða, margvíslegri þjónustu og menningarstarfi til að laða verðmæta gesti til landsins – ekki síst þá sem hvað mest skilja eftir sig s.s. ráðstefnugesti og þá sem kjósa að ferðast utan háannar. Menningar og ferðamálaráð telur því tillögu SAF mjög þarfa og styðja við stefnu borgaryfirvalda í ferðamálum. Þar sem kostnaðaráætlun fylgir ekki tillögunni, má gera ráð fyrir að kaupa þurfi sérfræðiþjónustu og hagræðingarkrafa er gerð á sviðið fyrir árið 2016 leggur menningar- og ferðamálaráð það til að vísa tillögunni til borgarráðs. Jafnframt er lagt til að kannaðir skuli möguleikarnir á aðkomu ríkisins og Stjórnstöðvar ferðamála að slíkri úttekt.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
3. Lögð fram tillaga að afgreiðslu styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2016 sem er í samræmi við tillögu faghóps skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar auk Samtaka ferðaþjónustunnar og Höfuðborgarstofu vegna Borgarhátíðarsjóðs. (RMF15080003)
Tillagan er samþykkt og færð í trúnaðarbók ráðsins. Trúnaði um styrkveitingar verður aflétt í kjölfar móttöku styrkþega mánudaginn 18. janúar 2016.
4. Halldóra Káradóttir skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu kynnir endurskoðaðar reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg. Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns taka sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Ævar Harðarson verkefnastjóri hverfisskipulags hjá Umhverfis- og skipulagssviði kynnir yfirstandandi vinnu og vinnu framundan við hverfisskipulag Reykjavíkur 2015-2017. Borgarbókavörður, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og safnstjóri Borgarsögusafns taka sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF15120009)
6. Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistamanna og Ásdís Spanó kynna samning um framlag listamanna til sýninga. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, borgarbókavörður og safnstjóri Borgarsögusafns taka sæti á fundinum undir þessum lið. (RMF15110010)
- Kl. 15:59 víkur Þórgnýr Thoroddsen af fundinum.
- Kl. 16:11 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.
7. Lagt fram svar Skóla- og frístundasviðs dags. 4. desember 2015 við fyrirspurn menningar- og ferðamálaráðs um nýtingu skóla á tilboði á fræðslustarfi menningarstofnanna borgarinnar sem lögð var fram á 238. fundi ráðsins. (RMF15050012)
Fundið slitið kl 16:27
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Stefán Benediktsson Margrét Norðdahl
Marta Guðjónsdóttir Ingvar Mar Jónsson