No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2015, mánudaginn 23. nóvember var haldinn 248. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 14:01. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen, Eva Einarsdóttir, Stefán Benediktsson, Margrét Norðdahl, Ingvar Mar Jónsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Börkur Gunnarsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar – september 2015 og á innkaupum sviðsins yfir 1 m. kr. á sama tíma. Jafnframt eru lögð fram yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2015 og afgreiðslur Borgarsögusafns dags. 23. nóvember fyrir sama tímabil.
2. Skýrsla um Lestrarhátíð 2015 lögð fram til kynningar. (RMF15090006)
3. Umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 28. október 2015. Lagðar fram á 247. fundi. (RMF15080005)
Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni samtals að upphæð kr. 500.000:
Guðný Rúnarsdóttir f.h. Listasafns Einars Jónssonar vegna snjóskúlptúrsnámskeiðs í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar kr. 250.000.
Aðalheiður Borgþórsdóttir f.h. LungA skólans vegna lokasýningar haustannar LungA skólans kr. 250.000.
4. Lögð fram til kynningar tilnefning Bjarna Bjarnasonar sem fulltrúa Rithöfundasambands Íslands í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2016. Auk hans skipa dómnefndina Úlfhildur Dagsdóttir formaður og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. (RMF15010001)
5. Lagt fram til kynningar erindi Hallsteins Sigurðssonar dags. 31. maí 2015 um flutning verka hans í Seljahverfi ásamt umsögnum umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. september 2015 og Listasafns Reykjavík dags. 20. nóvember 2015. (RMF15100004)
Menningar- og ferðamálaráð tekur undir umsögn Listasafns Reykjavíkur og gerir ekki athugasemd við umbeðna staðsetningu verkanna en flutningur þeirra og umsjón rúmast ekki innan fjárheimilda Menningar- og ferðamálasviðs.
6. Samþykkt að næstu fundir menningar- og ferðamálaráðs verði haldnir 7. og 14. desember.
7. Fram fara umræður um væntanlegan samráðsfund borgarstjóra og Bandalags íslenskra listamanna sem mun fara fram í kjölfar fundar ráðsins. (RMF15020018)
Fundi slitið kl. 15:29
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Stefán Benediktsson
Margrét Norðdahl Ingvar Mar Jónsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Börkur Gunnarsson