Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2015, þriðjudaginn 26. maí var haldinn 238. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Sjóminjasafninu í Reykjavík og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Dóra Magnúsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar – mars 2015 og á innkaupum sviðsins yfir 1 m.kr. á sama tíma. Jafnframt eru lögð fram yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2015 og afgreiðslur Borgarsögusafns dags. 20. maí á fyrir sama tímabil. (RMF15050008)
2. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. maí 2015 um að fagráð geri árlega „hættulista“ sem hluta af gerð fjárhagsáætlunar. (RMF15050004)
Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunargerðar.
3. Skyndistyrkir sem bárust fyrir 28. apríl 2015. Lagt fram á 237. fundi. (RMF15040006) Samþykkt að styrkja eftirfarandi verkefni samtals að upphæð kr. 1.250.000:
Ásdís Ólafsdóttir f.h. listtímaritsins ARTNORD vegna listviðburða í París og Reykjavík í tengslum við útgáfu sem helguð verður íslenskri samtímamyndlist kr. 300.000.
Dagur Gunnarsson vegna nýs tónverks á ljósmyndasýningunni Á förnum vegi kr. 150.000.
Finnur Arnar Arnarsson vegna verkefnisins Reykjavíkursögur/Reykjavík Stories, útgáfu bókar í tengslum við samsýningu átta myndlistarmanna í Hollandi kr. 200.000.
Harpa Jónsdóttir fh. Sumaróperu unga fólksins vegna Óperuakademíu unga fólksins í Hörpu kr. 300.000.
Helga Arnalds f.h. Leikhússins 10 fingur vegna leiksýningarinnar Lífið og fræðslu henni tengdri fyrir 10 ára börn kr. 300.000.
4. Lagt fram erindi af samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 30. apríl 2015 um tívolí og útibíó. (RMF14120016)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Nú þegar býður Reykjavíkurborg upp á ótal afþreyingarmöguleika og má þar nefna söfn borgarinnar, sundlaugar og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn auk hátíða á borð við Menningarnótt, Barnamenningarhátíð og Vetrarhátíð. Reykjavíkurborg stendur því fyrir umfangsmiklum rekstri á þessu sviði. Til viðbótar við þann rekstur sem Reykjavíkurborg stendur fyrir bjóða einkaaðilar upp á skylda afþreyingu, svo sem í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, og því má segja að talsvert framboð sé í borginni á afþreyingu fyrir fjölskyldur. Að lokum má þess geta að Reykjavíkurborg veitir styrki til menningarmála, og gæti aðili sem hefur áhuga á að reka tívolí eða útibíó sótt um styrk úr borgarsjóði.
5. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráði leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um dreifingu á áskriftarhópi Borgarleikhússins eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er óskað eftir afriti af húsaleigusamningi vegna Höfuðborgarstofu.
Frestað.
- kl. 13:49 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
6. Borghildur Sölvey Sturludóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson verkefnastjórar á Umhverfis- og skipulagssviði kynna drög að uppbyggingu á völdum reitum í miðbæ Reykjavíkur.
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri kynnir akstursleiðir hópbifreiða í miðbænum og tillögur að merkingum staða þar sem ferðaþjónustuaðilar geta sótt ferðamenn.
Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Sjóminjasafnsins í Reykjavíkur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 14:39 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundinum.
- Kl. 14:48 tekur Svala Arnardóttir sæti á fundinum
7. Lagt fram minnisblað Borgarsögusafns dags. 21. maí 2015 um nýja grunnsýningu Sjóminjasafnins í Reykjavík. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns, Sigrún Kristjánsdóttir deildarstjóri og Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri á Borgarsögusafni gera grein fyrir tillögum sem unnar voru í samstarfi við arkitekta frá Kossman.dejong í Amsterdam um hugmyndir og fyrirkomulag nýrrar grunnsýningar Sjóminjasafnsins í Reykjavík. (RMF15040006)
- Kl. 15:37 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.
- Kl. 15:45 víkur Elín Oddný Sigurðardóttir af fundinum.
8. Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.
Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir samantekt á því fræðslustarfi sem menningarstofnanir borgarinnar sinna fyrir leik- og grunnskólabörn í borginni. Einnig er óskað eftir samantekt á þeim samningum sem Menningar- og ferðamálasvið hefur gert við aðra aðila sem fela í sér slíka fræðslustarfsemi. Stofnanir sem um ræðir gætu t.d. verið Borgarleikhúsið, Bíó Paradís, Sinfóníuhljómsveit Íslands ofl. Einnig felur ráðið sviðsstjóra að afla upplýsinga um nýtingu slíkra tilboða eftir skólum, og hvernig skólar sinna fræðslu í listum og menningu utan veggja skólanna, sem og hvaða samstarfsverkefni eru í gangi við listamenn innan skólanna, frá skóla- og frístundaráði.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15:57
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Margrét Norðdahl
Ingvar Mar Jónsson Svala Arnardóttir
Marta Guðjónsdóttir