Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2015, mánudaginn 4. maí var haldinn 236. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tillaga sviðsstjóra að ráðningu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur kynnt. (RMF14110003)
Ólöf Kristín Sigurðardóttir kynnir framtíðarsýn sína fyrir Listasafn Reykjavíkur.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur fagnar því að Ólöf Kristín Sigurðardóttir hefur orðið fyrir valinu til að taka við stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Það er ljóst að Ólöf Kristín mætir afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, meira en 5 ára reynslu af stjórnun og rekstri, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut eftir að Hafþór Yngvason lætur af störfum í haust. Ráðið óskar Ólöfu Kristínu til hamingju og væntir mikils af störfum hennar fyrir myndlistar- og menningarlíf í Reykjavík á komandi árum.
Fundi slitið kl. 14:10
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Dóra Magnúsdóttir
Stefán Benediktsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Marta Guðjónsdóttir Ingvar Mar Jónsson