Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2014, mánudaginn 27. apríl var haldinn 235. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Björn Jón Bragason, Örn Þórðarson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Líf Magneudóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jakob Frímann Magnússon og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tilnefning SAF dags. 20. apríl 2015 um að Rannveig Grétarsdóttir taki sæti Ólafs Torfasonar sem varaáheyrnarfulltrúi SAF í menningar- og ferðamálaráði. (RMF14060013) 

Samþykkt. 

2. Lagt fram svar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 22. apríl 2015 við tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á 232. fundi um að listaverk úr safneign verði gerð sýnilegri í skólum borgarinnar. (RMF15040003) 

Frestað.

3. Ráðning safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri fer yfir stöðu mála. Trúnaðarmál fram að ráðningu.  (RMF14110003)

- Kl. 13:34 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum. 

4. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri kynnir niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar.  

5. Umræðum um breyttar verklagsreglur um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs frestað.

6. Menningar- og ferðamálaráð samþykkti eftirfarandi bókun: 

Menningar- og ferðamálaráð vill þakka öllu því góða og hæfileikaríka starfsfólki sem kom að vinnu og skipulagningu Barnamenningarhátíðar í Reykjavík 2015. Það er ómetanlegt að hægt sé að hlúa svo vel að listuppeldi og sköpun barna í samræmi við menningarstefnu Reykjavíkurborgar.  Um leið er börnum og öllum  borgarbúum þökkuð mikil og góða þátttaka og margvíslegt framlag til viðburða.

Fundi slitið kl. 14:31

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Dóra Magnúsdóttir Ingvar Mar Jónsson

Björn Jón Bragason Örn Þórðarson