Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2013, mánudaginn 25. febrúar var haldinn 183. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.33. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Einar Þór Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti vinnu við mörkun (branding) fyrir ferðamannaborgina og málþing sem haldið verður í Hörpu 26. febrúar 2013.
2. Lagt fram erindi Einherja Víkingafélags Reykjavíkur til borgarráðs dags. 28. janúar 2013 með fylgigögnum, þar sem óskað er eftir að halda víkingahátíð í Hljómskálagarðinum í Reykjavík dagana 13.-14. júlí 2013. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar Menningar- og ferðamálasviðs þ. 7. febrúar 2013. Jafnframt lögð fram umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 17. febrúar 2013.
Ráðið tekur undir umsögn forstöðumanns Höfuðborgarstofu og vísar henni til borgarráðs. (RMF13020007)
3. Starfs- og fjárhagsáætlun 2014 – yfirferð eftir starfsdag ráðsins 18. febrúar 2013. (RMF13020004)
4. Stefnumótun í menningarmálum – umræður um næstu skref. Ósk Vilhjálmsdóttir skipuð í starfshóp um endurskoðun menningarstefnu Reykjavíkurborgar í stað Stefáns Benediktsson en hópinn skipa að öðru leyti Einar Örn Benediktsson, Davíð Stefánsson, Svanhildur Konráðsdóttir og Signý Pálsdóttir.
5. Lagt fram erindi Þorbergs Þórssonar til borgarráðs dags. 5. febrúar 2013 með fylgigögnum varðandi uppsetningu umhverfislistaverks í Reykjavíkurtjörn. Borgarráð vísaði erindinu til umsagnar menningar- og ferðamálaráðs þ. 13. febrúar 2013.
Menningar- og ferðamálaráð óskar eftir umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur með tilliti til stefnu Listasafns Reykjavikur í útilistaverkum í Reykjavíkurborg. (RMF13020011)
- Kl.15.00 vék Þórir Garðarsson af fundi.
- Kl.15.35 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
- Kl.15.51 vék Ósk Vilhjálmsdóttir af fundi.
- Kl.15.51 vék Eva Baldursdóttir af fundi.
6. Lagt fram erindi Elísabetar Ronaldsdóttur dags. 20. febrúar 2013 fyrir hönd stjórnar RIFF þar sem hátíðin óskar eftir áframhaldandi samstarfi við Reykjavíkurborg. Frestað (RMF13020014)
Fundi slitið kl. 15.57 og framhaldsfundur boðaður 26. febrúar kl. 16.00
Einar Örn Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Margrét Kristín Blöndal Davíð Stefánsson