Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 9. mars var haldinn 232. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:30. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Stefán Benediktsson, Dóra Magnúsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Mar Jónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Karen María Jónsdóttir verkefnastjóri viðburða kynna greinargerð um Vetrarhátíð 2015, sem haldin var 5.-8. febrúar undir heitinu Magnað myrkur.
Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningar og ferðamálaráð vill þakka öllu því metnaðarfulla starfsfólki sem að Vetrarhátíð stóð fyrir sitt framlag við það að gera Reykjavík að fallegri og skemmtilegri borg. Hátíðin tókst einstaklega vel í alla staði. (RMF14060010)
2. Lögð fram tillaga um að eftirfarandi skipi verkefnisstjórn Menningarnætur 2015: Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og formaður stjórnar, Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, Elínborg Kvaran markaðsstjóri Landsbankans, Frank Hall dagskrárstjóri Rásar 2, Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt Umhverfis og skipulagssviði. Samþykkt. (RMF15020023)
3. Lögð fram drög að auglýsingu um stöðu nýs safnstjóra Listasafns Reykjavíkur er hæfi störf eigi síðar en 15. ágúst n.k. Samþykkt og vísað til sviðsstjóra. (RMF14110003)
4. Einar Ólafsson, Anna Friðbertsdóttir og Bergsveinn Þórsson fulltrúar starfshóps Menningar- og ferðamálasviðs um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun kynna skýrslu hópsins um skráningu og könnun kyngreindra gagna varðandi þjónustu við gesti í stofnunum Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. (RMF13030013)
5. Lagt fram erindi menningarhátíðarinnar Culturescapes 2015 ásamt fylgigögnum, en hátíðin verður haldin í Sviss 2.10. – 29.11. 2015. Jurriaan Cooiman stjórnandi hátíðarinnar og co-curator Kateryna Botanova koma á fundinn og kynna ásamt Arnfríði Sólrúnu Valdimarsdóttur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. (RMF14090010). Svari frestað til næsta fundar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir eftirfarandi tillögu:
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þess að styrkja listahátíð í Sviss þar sem yfir eitt hundrað íslenskir listamenn munu koma fram. Minnt er á í því sambandi að Reykjavíkurborg hefur sameinast öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í markaðssetningar- og kynningarátaki undir slagorðinu Reykjavik Loves. Listahátíð í Basel og öðrum svissneskum borgum næsta haust mun hafa kynningargildi og verður tengt hinu nýja slagorði og þar með öllum sveitarfélögum sem að markaðsátakinu standa. Ráðinu finnst æskilegt að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skipti með sér að styrkja listahátíðina enda mun allt svæðið að líkindum njóta góðs af þeirri landkynningu sem hátíðinni mun að líkindum fylgja. Formanni ráðsins og sviðsstjóra er falið að vinna að þessu á milli funda.
6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir skil á styrkjum á árinu 2015 vegna breyttra forsendna verkefna. (RMF14080008).
7. Lagt fram erindi Kolbrúnar Halldórsdóttur forseta Bandalags íslenskra listamanna f.h. stjórnar BÍL dags 16. febrúar 2015 um úthlutanir Reykjavíkurborgar til list- og menningartengdra verkefna. Vísað til gerð verklagsregla ráðsins vegna styrkveitinga þess árið 2016 (RMF151020018).
8. Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir fyrsta umsóknarfrest af fjórum þ. 25. febrúar. Vísað til umsagnar faghóps um skyndistyrki sem skipaður var á fundi ráðsins þ. 18. desember sl. (RMF14120010).
9. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 2. feb. 2015 um að öll listasöfn borgarinnar hafi einn dag í viku þar sem ekki er tekinn aðgangseyrir eða 3 klst á dag. (RMF14120016). Frestað.
10. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 27. feb. 2015 um að sett verði upp hnitmiðuð upplýsingaskilti um sögu umhverfisins. (RMF14120016)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Erindinu er vísað til skoðunar verkefnahóps um menningarmerkingar.
11. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum menning og listir dags. 27. feb. 2015 um að reist verði vegleg stytta af Jóni Páli Sigmarssyni í Árbæjarhverfi. (RMF14120016)
Afgreiðsla menningar- og ferðamálaráðs:
Ekki er unnt að verða við tillögunni að svo stöddu.
- Klukkan 16:15 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundi.
12. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að listaverkaeign Listasafns Reykjavíkur verði gerð sýnilegri í skólum borgarinnar í þeim tilgangi að efla áhuga nemenda á menningu og listum. Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að koma á samstarfi við Skóla-og frístundasvið og þess gætt við útfærslu verkefnisins að haft verði samráð við skólastjórnendur og kennara. Lagt er til að skoðað verði að koma upp sérstökum sýningum á safnaeigninni og á einstökum verkum eftir atvikum.
Frestað.
Fundi slitið kl. 16:30
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Marta Guðjónsdóttir
Ingvar Jónsson