Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2015, mánudaginn 23. febrúar var haldinn 231. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Menningarhúsi Gerðubergi og hófst hann kl.13:32. Viðstaddir: Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Dóra Magnúsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Ingvar Jónsson.  Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Elín Oddný Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Undirbúningur starfs- og fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóri fer yfir stöðuna vegna skuldbindinga, valkosta og tækifæra 2016-2020 og kynnir forsendur, skuldbindingar og tækifæri Menningar- og ferðamálasviðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016-2020.

- Kl. 14:41 tekur Svala Arnardóttir sæti á fundinum.

- Kl. 13:47 tekur Herdís Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 14:48 tekur Marta Guðjónsdóttir sæti á fundinum. 

- Kl. 15:01 víkur Stefán Benediktsson af fundinum.

2. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður kynnir tillögur um forgangsröðun og áherslur á Borgarbókasafni. 

3. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns tillögur um forgangsröðun og áherslur á Borgarsögusafni. 

4. Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjórar Bókmenntaborgarinnar Reykjavík kynna tillögur um forgangsröðun og áherslur í starfsemi Bókmenntaborgarinnar. 

5. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnir tillögur um forgangsröðun og áherslur Höfuðborgarstofu. 

- Kl. 16:38 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundi og Dóra Magnúsdóttir víkur af fundi.

-

6. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnir tillögur um forgangsröðun og áherslur á Listasafni Reykjavíkur. 

Fundi slitið kl. 17:17  

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen Stefán Benediktsson

Svala Arnardóttir Júlíus Vífill Ingvarsson 

Marta Guðjónsdóttir Ingvar Jónsson