Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2015, mánudaginn 12. janúar var haldinn 227. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman formaður, Þórgnýr Thoroddsen, Svala Arnardóttir, Ingvar Jónsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Líf Magneudóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Gunnar Guðbjörnsson og Pétur Gunnarsson. Af hálfu starfsmanna: Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tilnefning Bandalags íslenskra listamanna um skipan varaáheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráð. Samþykkt að Gunnar Guðbjörnsson taki sæti Jóns Páls Eyjólfssonar.
2. Samþykkt að skipa Einar Bárðarson forstöðumann Höfuðborgarstofu fulltrúa Reykjavíkurborgar og Svanhildi Konráðsdóttur sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs varafulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Íslands allt árið. (RMF13010021)
- kl. 13:35 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
3. Afgreiðsla styrkja menningar- og ferðamálaráðs 2015 samkvæmt fyrirliggjandi tillögu faghóps Bandalags íslenskra listamanna og hönnunarmiðstöðvar. Eftirfarandi tillögur faghóps samþykktar:
Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2015, 2016 og 2017 við eftirtaldar hátíðir með árlegu framlagi úr Borgarhátíðasjóði með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2016 og 2017:
9 m.kr. Iceland Airwaves.
3 m.kr. Jazzhátíð í Reykjavík.
2 m.kr. Myrkir músíkdagar.
2 m. kr. Blúshátíð í Reykjavík.
Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2015 og 2016 við eftirtaldar hátíðir með árlegu framlagi úr Borgarhátíðasjóði með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2016:
7 m.kr. Hönnunarmars.
4 m.kr. Bókmenntahátíð í Reykjavík.
1 m.kr. List án landamæra.
Gerðir verði samstarfssamningar með árlegu framlagi 2015, 2016 og 2017 við eftirfarandi aðila með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2016 og 2017:
1.8 m.kr. Kammersveit Reykjavíkur.
1.8 m.kr. Stórsveit Reykjavíkur.
1.8 m.kr. Caput.
Samúel Jón Samúelsson Big Band verði útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkur 2015 og hljóti 2 m. kr. styrk.
Styrkir til verkefna árið 2015:
4 m.kr. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF 2015.
2 m.kr. Sequences VII.
1.8 m.kr. Reykjavík Fashion Festival.
1.5 m.kr. Secret Solstice Festival, Klúbbur matreiðslumanna vegna Reykjavík Food Festival, Food and fun.
1 m.kr. Musica Nova – nýsköpunarsjóður tónlistar, Lab Loki, Shalala ehf, Evrópa kvikmyndir ehf - Vesturport, Heimili kvikmyndanna Bíó Paradís vegna Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar, Kirkjulistahátíð, Múlinn jazzklúbbur.
800 þús. kr. SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna vegna dags myndlistar, IBBY á Íslandi, Týsgallerí, Óður ehf vegna Mengis, Steinunn Marta Jónsdóttir vegna Harbinger, Jaðarber, Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu, Sigrún Grendal vegna Nótunnar, Möguleikhúsið, Sigríður Sunna Reynisdóttir vegna Sumarbókarinnar, Brúðuheimar ehf vegna Íslenska fílsins, ASSITEJ á Íslandi.
700 þús. kr. Dudo ehf vegna Iceland Writers Retreat, Íslensk tónverkamiðstöð vegna Vistar, Kammerhópurinn Nordic Affect, Reykjavík Shorts&Docs, Listasafn ASÍ, ÞOKA gallerí, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir vegna Spellbound, Rósa Ómarsdóttir vegna Carrie´s Cry, Védís Kjartansdóttir vegna Choreography Reykjavík.
600 þús. kr. Rodent ehf. vegna Heimstónlistar í Reykjavík, Klapp kvikmyndafélag vegna Skærumynda í Reykjavík 2015.
500 þús. kr. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Erki tónlist sf, Listvinafélag Hallgrímskirkju, Félag kvikmyndagerðamanna vegna ANIREY, SLÍJM sf vegna Næturvarps, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir vegna The Milkywhale Experience, Anna Kolfinna Kuran vegna dansverks um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Gígja Jónsdóttir vegna dansverksins Kapp við keppi, Edda Björg Eyjólfsdóttir vegna Hússins, Dóra Jóhannsdóttir vegna Haraldsins, Mikael Torfason vegna Ljótu stelpnanna, Leikhópurinn Fljúgandi fiskar vegna Andaðu, Óskabörn ógæfunnar vegna Illsku, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir vegna Caroll: Berserkur, Sigrún Hlín Sigurðardóttir vegna Stofnunar Ólafar Sölvadóttur.
400 þús. kr. Elektra ensamble, Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi ) vegna Breiðholts, Verksmiðjan vegna leikverksins Svona hugsa sterkar konur, Katrín Gunnarsdóttir vegna dansverksins Shades of History, Brynja Sveinsdóttir vegna Persónulegrar heimildaljósmyndunar, Háloftið vegan leikverksins Lokaæfing, Katrín Gunnarsdóttir vegna dansverksins Kvika.
350 þús. kr. Halaleikhópurinn.
300 þús. kr. Elfa Lilja Gísladóttir vegna Upptaktsins, Tónskóli Sigursveins, Lúðrasveitin Svanur, Megan Horan vegna Breiðholt festival, Tónskáldafélag Íslands vegna Norrænna músíkdaga, 15:15 tónleikasyrpan, Lúðrasveit verkalýðsins, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, FÍT vegna Klassíkur í Vatnsmýrinni, Guðmundur Ólafsson vegna Tenórsins II, Aðalbjörg Þóra Árnadóttir vegna leikverksins Natalía og Natalía, Þóra Rós Guðbjartsdóttir vegna Vatnsins, Þurfandi Leikfélag vegna leikverksins Gripahúsið, Guðmundur Ingi Þorvaldsson vegna leikverksins Agi, Soðið svið vegna leikverksins Extravaganza, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Töfrahurð sf, Pars pro toto vegna dansverksins Eilífur eldur, Fatahönnunarfélag Íslands, Laufey Jónsdóttir, Íslensk grafík.
200 þús. kr. Alþjóðleg flautuhátíð í Reykjavík 2015, Harpa Guitarama, Midnight Sun Guitar Festival 2015, Listafélag Langholtskirkju, Ljótikór vegna Grannmetis og átvaxta, Óperarctic félagið vegna Gæla, fæla og þvæla, Sverrir Guðjónsson vegna óperunnar Furðuveröld Lísu, Listfræðafélag Íslands vegna NORDIK 2015, Finnur Karlsson, Camerarctica.
150 þús. kr. Trio Aurora.
100.þús. kr. Ungleikur.
Að auki samþykkti ráðið að úthluta Hörpu Björnsdóttur styrk til niðurgreiðslu ljósmyndakaupa af Ljósmyndasafni Reykjavíkur úr sjóði vegna útgáfu myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og menningu í Reykjavík allt að kr. 300.000. (RMF14080008)
- kl. 13:57 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.
- kl. 13: 58 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
4. Málefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands rædd. (RMF15010003)
5. Samþykkt að starfshóp um framtíðarhlutverk menningarminja við Grímstaðavör við Ægissíðu skipi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Benediktsson fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs, Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála og Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri skrifstofu skipulagningar, byggðar og borgarhönnunar Umhverfis- og skipulagssviði. Starfsmenn starfshópsins verði Ingibjörg Áskelsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjórar á Borgarsögusafni. Frestað frá 226. fundi. (RMF14090003)
6. Kristín Viðarsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir verkefnastjórar Bókmenntaborgarinnar kynna skýrslu um Lestrarhátíð 2014 og önnur verkefni Bókmenntaborgarinnar.
7. Kristín Viðarsdóttir kynnir greinargerð um menningarmerkingar í Reykjavík 2014-2015. (RMF13010017)
8. Lagt fram erindi frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum Menning og listir, dags. 29. desember 2014, um styttu af Lenín á Hagatorg. (RMF14120016)
Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir frumlega tillögu af Betri Reykjavík. Tillagan er felld með eftirfarandi rökum.
- Að reisa 20 metra háa styttu er stórframkvæmd sem að eðlilegt er að fella
einvörðungu á forsendum kostnaðar. Bygging styttunnar myndi að öllu óbreyttu tæma fleiri en einn sjóð borgarinnar sem ánafnað er menningu og listum.
- Þegar fé er varið til menningarmála er mikið horft til þess hvaða ávinningur er
fenginn með veitingu þess. Ávinningurinn af byggingu styttunnar er óljós.
- Óljóst þykir hvernig Lenín er táknmynd við hæfi þegar það kemur að tengslum Íslands og Rússlands.
- Bygging styttunnar fellur ekki að Menningarstefnu Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 14.56
Elsa Hrafnhildur Yeoman e.u.
Þórgnýr Thoroddsen e.u Dóra Magnúsdóttir e.u.
Svala Arnardóttir e.u. Ingvar Jónsson e.u.
Júlíus Vífill Ingvarsson e.u. Börkur Gunnarsson e.u.